Færsluflokkur: Bloggar

Vestmannaeyjabær fyrir gos (1972)

Ég tók þessa mynd ofanaf Helgafelli í ágúst 1972. Þá var ég að vinna sem pjakkur í Vinnslustöðinni. Í raun eru þetta fimm samsettar (klipptar) myndir sem ég hef verið að dunda mér við að "photoshoppa" undanfarið. Myndin er ekki fullunnin en læt hana flakka samt.

Eyjar-002


Skilnaður

Steini hafði fundið aðra - svo Gulla átti að flytja út.
Gulla eyddi því  deginum eftir í að pakka öllu sínu niður í kassa.


Næsta dag kom svo flutningabíllinn og sótti allt hennar dót.

Þriðja daginn settist Gulla við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti,
kveikti á kertum, setti góða músík á og borðaði stóran skammt af
rækjum, rússneskum kavíar og drakk með flösku af Chardonnay.

Að þessari máltíð  lokinni, safnaði hún rækjuleifunum saman, gekk síðan um húsið og tróð þeim inn í endana á öllum þeim gardínustöngum er í húsinu voru.
Síðan þreif hún gamla heimilið sitt hátt og lágt -og yfirgaf húsið.

Þegar Steini kom til baka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagar þeirra ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta. Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu og loftuðu út.
Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega, kannski voru þar dauðar mýs
eða rottur, teppin voru hreinsuð, ilmpokum og loftfrískandi vörum
var komið fyrir út um allt.
Meindýraeyðir var kallaður til og húsið var "gasað" gegn lyktinni, sem aftur
þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga. Ekkert dugði. Sem nauðráð var  allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og
vandlega.  Ekkert hjálpaði.

Vinirnir hættu að koma í heimsókn.
Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að
vinna í húsinu.
Húshjálpin sagði upp.

Á þessum tímapunkti gat nýa parið ekki heldur haldið fnykinn út, svo
þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.
Sagan gekk, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra.
Að lokum neyddust þau til að taka annað stórt lán til að kaupa nýtt hús.

Gulla hringdi til Steina og spurði hvernig gengi.

Hann sagði henni söguna um rotna húsið.

Gulla hlustaði af mikilli athygli og umhyggju og tjáði Steina síðan að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, hún gæti því vel hugsað sér að kaupa gamla húsið sitt aftur.

Þar sem Steini var viss um að, hans fyrrverandi vissi ekkert um hve málið væri slæmt, samdi hann við konu sína fyrrverandi, um  að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs.
Gulla samþykkti það.
Viku seinna sátu Steini og nýa kærastan hans við eldhúsborðið í húsinu í síðasta sinn. Þau hlógu að heimsku hans fyrrverandi og voru yfir sig hamingjusöm. Og þeim var mikið létt þegar flutningabíllinn kom og sótti allt þeirra dót til að keyra því yfir í nýja húsið.

- þar á meðal gardínustöngunum!!!!


Spáð í hagfræði -(formáli fyrst)

Eins og sést hef ég ekki bloggað um hríð og eru ástæður fyrir því. Kanski skíring seinna, bara ekki tilbúinn ennþá.

En, nú sit ég með "kjalpann" í kjöltunni, hljómgjafa-samstæðuna þokkalega hátt stillta þ.e. 10+ eða ofar og hlusta á diskinn Stigmata með DIMMU. Greinilega inspireisjón, lyklaborðsð þumallinn orðinn virkur.

En, ..mér barst þetta svo skringilegt sem það er, frá "erlendis" ...gott samt sem áður.

Spáð í hagfræði

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur. Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna.
Reyndar miðast þetta ekki við árið í ár þannig að þarna hefur eitthvað breyst og líklega er það bjórinn sem hefur vinninginn ennþá betur .

 


Langt yfir skammt

Mig vantaði batterí (rafhlöður) af ákveðinni tegund, svona flöt 3V batterí ; CR2032 , Lithium, er notuð eru í afar sérhæft lítið rafeindatæki.Það eru til margar tegundir af þessum CR20xx batteríum; CR2012, CR2024 og fl. öll af sömu stærð og útliti. Ég veit svo sem hvað V- stendur fyrir en það mun vera Volt, spenna (og/eða þrýstingur) en amp. eða amper mun aftur á máti vera er straumur, (afl og/eða  kraftur) og vita fæstir muninn nema,  ég stoppaði á öllum bensínstöðvum á leið minni til Rvk. frá göngum allt frá  fyrstu Olís sjoppu  á Kjalarnesi, síðan í allar búllur sem mér datt í hug að seldu svona inn til Rvk.”. Allir eða flestir voru verulega almennilegir við mig, en enginn hafði til sölu akkúrat þessa...3ja volta, xxx32 týpu af batteríi, fyrir utan að enginn sem ég spurði vissi fyrir hvað þetta CR...dæmi stendur. Nema, eftir að hafa þrætt flestar verslanir sem mér datt í hug, fór ég í BT. Þar tekur á móti mér ungur piltur sem segir mér að ég sé sennilega sá fimmti bara í þessari viku sem kemur og spyr eftir akkúrat þessari gerð af batteríum, nei, því miður þau eru ekki til. Prófaðu að fara í Íhluti í Skipholti, sagði hann hvað ég og gerði. Þar var alveg frábær karl, trúlega eigandinn sem tók á móti mér. Auðvitað tjáði ég honum raunir mínar í leit minni að þessum *.+# batteríum. Og hvað segir karlinn: „Hvað heldur þú að þú sért búinn að eyða mörgum batterísverðum í bensín með þessum rúnti þínum, ef þetta er ekki til hér er þetta ekki til. Þú áttir að koma hingað straks!“  Rétt hjá karli, allt full af öllu og nóg af því. Þessi verslun heitir ekki -Íhlutir- fyrir ekki neitt. Snilld.

Að vera ekki sama

Líf okkar er jörðin og hún er í okkar höndum.

earth-inhand2
Ég hef áður lýst áhyggjum mínum af afskiptasemi okkar mannanna af náttúrunni. Mér finnst það bara svo augljóst að allt sem við gerum til að móta hana að okkar mannfólksins þörfum, kemur í bakið á okkur, börnum okkar eða barnabörnum. Og hvað er verst? jú, að skipta okkur af jafnvægi lífríkis jarðarinnar. Já, við erum að gera það, reyna að stjórna því í okkar þágu. Hvernig?  Nokkur dæmi: 
  1. Við veiðum loðnuna upp til agna, fæðu þorsksins sem hann að miklu leyti lifir á og kvörtum á sama tíma um fiskleysi.
  2. Við drepum hvali af því þeir éta þorsk sem ekki er nógu mikið af fyrir okkur mennina til að lifa á og græða, í nafni „stjórnunar jafnvægis í hafinu“?
  3. Við erum með nefnd; Hringormanefnd, sem greiðir fyrir hvern myrtan sel því hann er víst helsti hýsill hringorma, og spillir þannig þorskinum okkar. Auðvitað vill enginn sjá orma í matnum sínum, en hann er að vísu bara prótín og alls ekki eitraður.
 Við mannfólkið virðum líf og tilverurétt annarra dýra, fugla, plantna og skordýra afar lítils. Ef við á einhvern hátt teljum okkur verða fyrir óþægindum af þeirra hálfu, eru fyrstu viðbrögð;  kill it.

Fleiri uglur

BrndUgla

Eins og unglingarnir segja; „það er ekkert smá gaman að þessu“.

Fimmta kvöldið í röð birtast uglurnar mínar í garðinum og í kringum húsin okkar. Aldrei þó fyrir kl. ellefu. Sannar náttuglur.

Núna eru þær orðnar fjórar. Engin spurning lengur hverrar tegundar þær eru, né að þetta eru unglingar undir gelgjuskeiðar-áhrifum, bara ærsl og læti, ómeðvitaðar um vonsku heimsins. Frábært. Það er einnig alveg sérstakt (vitandi hve uglur hafa góða sjón), að fylgjast með þessum fuglum, fylgjast með okkur mönnunum. Í garði hússins á móti, er lítið fuglahús svona u.þ.b. fimm metra frá stofuglugganum. Auðvitað hefur enginn fugl orpið þar -en, ein uglan settist ofaná þetta hús  í fyrrinótt, að því er virtist í þeim tilgangi einum að fylgjast með, hver og af hverju væri verið að fylgjast með henni. Að sjá hvernig hún gat snúið hausnum er hún klárlega var að gera til að staðsetja þessa veru er horfði svona á hana,  var ótrúlegt að sjá.

Bróðir og Gunna náðu myndum af þessu (video),en að sjálfsögðu er FireWire útgangur á vélinni þeirra bilaður svo ég get ekki, að svo stöddu, sýnt ykkur myndir. ...þær koma, þolinmæði....

 


Stig eða %, hver er munurinn?

Hlutur kostaði 100 krónur.

Vegna “utanaðkomandi” aðstæðna þurfti að leiðrétta verðgili hans uppá við um tíu prósent. (10%) Hann kostaði því eftir breytingu 110 krónur.

Hvort var hann hækkaður um 10% eða tíu “prósentu stig?

Hver er munurinn?

 

Ég var að mála glugga og þurfti stiga, náði í fyrstu ekki nógu langt upp svo ég þurfti að lengja í honum um tvær tröppur. Hve mikið lengdi ég hann? Um tvö þrep eða tvö stiga-stig?

 


Uglurnar mínar

Eins og sum ykkar hafa kannski áttað sig á, þá bý ég í sveit. Fyrir utan stofuglugga okkar er snýr í suður er lítill grösugur garður vel afgirtur, ekki stór en greinilega orðinn eftirsóttur fyrir erlenda sumargesti að heimsækja og búa sér heimili í þennan stutta sumartíma okkar og skilja eftir að launum fallegar fjölgunarkörfur úr stráum, mosa og öðru hlýlegu efni. Vel að merkja, bílastæðið mitt var og er, innan við tveggja metra fjarlægð frá einni svona "fjölgunarkörfu", það eina sem virtist trufla íbúana var hve seinn þessi sauður á þessu hávaða skrapatóli var lengi að koma sér í burtu. Var það ævinlega tilkynnt með afar virðulegum hávaða og vængjaslætti. "Halló, þú maður ...hér búum við, reyndu að taka tillit...."!

En, tilefni þessara skrifa er ekki þetta, þetta var bara formáli. Þegar ég kom heim úr vinnunni eitt kvöldið í vikunni nokkru eftir miðnætti, situr ugla já, ugla á grindverki þessa litla garðs okkar í um þriggja metra fjarlægð frá mér er ég stíg út ú bílnum. Það er ekkert nýtt fyrir mig að sjá uglu, bara ekki svona nálægt og alls ekki svona "heima hjá sér" eins og hún virtist vera þessi. Branduglur eru ekki óalgengar í mínu nágrenni, ég sé þær nokkuð oft en þessi ugla vakti verulega athygli mína. Var ég nú orðinn vitlaus? Ég staldraði því við. Fór ekki inn, heldur beið. Hún fór ekki langt. Hún sveif aðeins örfáa metra í burtu, kom svo aftur, svo nálægt höfði mínu að mér varð ekki um sel. Ég stóð bara þarna eins og þvara og hugsaði að mig minnir upphátt; "Snæugla, getur ekki verið ...-en þessi er hvít, snæuglur eru hvítar"! Ég sofnaði seint og um síðir út frá þessari upplifun og vangaveltum.

Kvöldið eftir endurtekur þetta sig nema nú situr "Snæuglan" mín á ljósastaurnum næst húsinu og hreifir sig ekki þó ég fari út úr bílnum og gangi nær til að sjá hana betur. Er ég loks hef mig inn, krafðist hundurinn minn tafarlausrar útgöngu, og við hundsum ekki slíkt. Út hann fór. Til að tja, hvað gera hundar ...úti?   ...Og þá gerðist það, uglan mín brjálaðist, svona kvikindi þoldi hún greinilega ekki, þvílík læti og skrækir. Mér stóð nú bara ekki á sama, eins gott að mér var ekki sjálfum mál á þessum tímapunkti. Og hvað gerist næst, já, góðan daginn, hún sótti aðstoð, þær voru orðnar tvær? Tvær snæuglur, ómögulegt. Ég bara góndi. Hvað hundinn varðaði virtist hann bæði hafa misst sjón og heyrn gagnvart þessum látum, kláraði bara sitt og fór inn að sofa. Það gerði ég líka fyrir rest. Ég þurfti reyndar að gefa mér svolítinn tíma í að plokka skegghýjunginn á hökunni lausan úr bringuhárunum en sofnaði fyrir rest.

Ég var held ég ekki búinn að sofa nema í um klukkustund er ég vaknaði upp með þetta allt á hreinu. Ég er enginn fræðingur í uglum en snæuglur geta þetta ekki hafa verið. Þar sem ég hef aldrei séð nýfleyga brandugluunga, þá hlýtur þetta bara að hafa verið í fyrsta skipti.

Hvað er svo hægt að læra af þessu jú, hvernig væri til dæmis að hafa tiltæka myndavél?


Flóttamenn og Ramses vitleysan

Ég hef áður lýst skoðun minni á innflutningi flóttafólks til Akraness. Ég hef svo sem ekkert að fela í þeim efnum en, hvaða ótrúlega vitleysa er þetta með þennan blessaða Kenýa mann, þennan Ramses? Af hverju má hann ekki vera? Sjálfsagt besta skinn karlinn, þekki hann ekkert. Fyrirgefið að ég velti þessu fyrir mér en fyrst við erum á annað borð að flytja inn hóp af flóttafólki þá skil ég bara ekki þessa mismunun. Ég spyr bara aftur; af hverju er hann eitthvað verri eða óvelkomnari en annað flóttafólk?

Reynum ágætu landar að vera svolítið hrein í þessum efnum. Þetta snýst í mínum huga ekki um "allt eða ekkert". Ekki í þessu samhengi.

Ég geri einnig ráð fyrir að þessi einstaklingur sé ekki alveg heilalaus. Hann á alla vega konu og barn...!  -Getur verið að hann hafi velt þessu fyrir sér sjálfur, því ekki, alla vega er ég að gera það. Nema þá kannski og það grunar mig helst; ...-er maðkur í þessari mysu?


Snillingurinn systir mín

thingvellir-26336pt

Að sjálfsögðu var ég að vinna í gær, 17. júní. Hvað annað?

Veðrið bauð þó upp á að njóta dagsins, alla vega hér suðvestanlands. Og hvað gerist?

Kemur ekki Didda systir með kallinum sínum Valla og stelur mömmu og pabba, í bíltúr. Ekkert smá fallegt af þeim. Því miður gerum við systkinin sennilega ekki nóg af þessu.

Ekið var sem leið lá inn Hvalfjörðinn, Kjósarskarðið og á Þingvelli. Þar var stoppað, fengið sér kaffi og sólskyn og síðan haldið áfram að Geysi. Hann sprautaði reyndar ekki mikið en gladdi samt alla með tilveru sinni. Meira kaffi og sólskyn. Áfram var haldið upp að Gullfossi, stoppað þar smá og svo heim. Í bakaleiðinni var farið suður um og komið við í Eden, (að sjálfsögðu).

Þetta var frábærlega til fundið og gert af þeim  ...kornum og gladdi gömlu hjónin, foreldra okkar ósegjanlega mikið.

Takk fyrir Didda og Valli.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband