Frændi minn sendi mér þennan. Nokkuð góður en frekar "nastí"
Hjónin ákváðu að fara í sólarlandaferð. Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkrum dögum seinna svo eiginmaðurinn fór á undan. Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í póstfanginu og lenti pósturinn því óvart hjá nýorðinni ekkju er fyrr um daginn hafði jarðað manninn sinn. Veslings konan var rétt að jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn sinn til að líta eftir samúðarkveðjum... er við henni blasti bréfið.
Þegar sonur ekkjunnar kom heim stuttu seinna, lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og stóð eftirfarandi ritað yfir skjáinn:
Til:Konunnar sem varð eftir.
Frá:Manninum sem fór á undan.
Efni: Er kominn á áfangastað
Elskan, er komin á staðinn heill á húfi. Er einnig búin að kynna mér allar aðstæður
og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. Ástarkveðjur, þinn ástkæri eiginmaður.
P.S. Fjandi er heitt hérna niðurfrá.
Spaugilegt | 13.7.2008 | 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Reynum ágætu landar að vera svolítið hrein í þessum efnum. Þetta snýst í mínum huga ekki um "allt eða ekkert". Ekki í þessu samhengi.
Ég geri einnig ráð fyrir að þessi einstaklingur sé ekki alveg heilalaus. Hann á alla vega konu og barn...! -Getur verið að hann hafi velt þessu fyrir sér sjálfur, því ekki, alla vega er ég að gera það. Nema þá kannski og það grunar mig helst; ...-er maðkur í þessari mysu?
Bloggar | 12.7.2008 | 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að sjálfsögðu var ég að vinna í gær, 17. júní. Hvað annað?
Veðrið bauð þó upp á að njóta dagsins, alla vega hér suðvestanlands. Og hvað gerist?
Kemur ekki Didda systir með kallinum sínum Valla og stelur mömmu og pabba, í bíltúr. Ekkert smá fallegt af þeim. Því miður gerum við systkinin sennilega ekki nóg af þessu.
Ekið var sem leið lá inn Hvalfjörðinn, Kjósarskarðið og á Þingvelli. Þar var stoppað, fengið sér kaffi og sólskyn og síðan haldið áfram að Geysi. Hann sprautaði reyndar ekki mikið en gladdi samt alla með tilveru sinni. Meira kaffi og sólskyn. Áfram var haldið upp að Gullfossi, stoppað þar smá og svo heim. Í bakaleiðinni var farið suður um og komið við í Eden, (að sjálfsögðu).
Þetta var frábærlega til fundið og gert af þeim ...kornum og gladdi gömlu hjónin, foreldra okkar ósegjanlega mikið.
Takk fyrir Didda og Valli.
Bloggar | 18.6.2008 | 14:03 (breytt kl. 14:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrítið!
Ef náttúran hefði ætlast til að á jörðinni væri bara einn kynstofn og einn menningarheimur, hefði það orðið svo.
Við "hvíta" mannfólkið verðum bara að sætta okkur við, "að það var og er" náttúran sjálf sem ákvað að hafa þetta svona, og ef þú hugsar eitthvað, þá sérðu að það var og er ekki út í bláinn. Öll afskipti okkar mannanna og inngrip í stjórn náttúrunnar á sjálfri sér, mun koma í bakið á okkur.
Það er fáránlegt að hugsa eins og ég heyrði um daginn eftir rökræður um þetta við ákveðinn einstakling sem sagði: "Elskan mín góða, ég verð löngu dauður áður en til þess kemur".
Við getum og megum ekki hugsa svona. Það er með öllu ábyrgðarlaust.
Í þúsunda ára sögu mannsins á jörðinni ættum við að hafa lært að það gengur ekki að blanda þessu saman. En, ...-þá koma til sögunnar einhverjir "besservisserar" sem fullyrða að þetta eigi ekki við lengur, við séum komin lengra á þróunarbrautinni en þetta. Alveg sérstaklega við Íslendingar. Við Íslendingar? Var það ekki áður nefnd "náttúra" sem setti okkur á þessa eyju? Til hvers? Til að gera tilraunir á náttúrulögmálunum? Nei, ég held ekki.
Allt í lagi eða Ok, ef við viljum vera alþjóðleg. Nú á að flytja inn fólk frá öðrum menningarheimi og trúarbragða, til Akraness. Stend við og segi; flytja inn.
Hvað gerist? Upp stendur maður sem gjörþekkir innviði síns sveitarfélags og efast um getu þess á þessum tímapunkti með ekki lengri fyrirvara til að takast á við þetta, maður með Ísland í blóðinu, maður með konu og börn, fjölskyldu, maður með framtíðar hugsjón að leiðarljósi, maður sem þekkir og veit, maður sem talar af viti, já, hann stendur upp og spyr; "eigum við að skoða þetta eitthvað áður en við tökum ákvörðun?" Búmm! -SÆÆLL!-
Hver er á móti einhleypum mæðrum? Er einhver á máti börnum? Á þetta að snúast um svona bull og vitleysu? Já, hjá mörgum virðist svo vera. Við mennirnir eigum að vera með eitthvert stærsta heilabú í dýraríkinu. Af hverju eru svona margir með þetta líffæri svona líka stútfullt af engu? Jú, fyrirgefið, heimskan og vanþekkingin tekur sennilega mikið pláss. Sorrý. (alþjóðlegt).
Allt í lagi, flytjum inn þetta blessað fólk. Tryggjum bara fyrst að það sé allt saman ófrjótt svo það geti ekki fjölgað sér.
Bloggar | 11.6.2008 | 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)