#1
Jónas og Guðmundur fóru á gæsaveiðar. Þeir tóku skotfæri, riffla, haglabyssur og Snata, hundinn hans Jónasar.
Eftir langa bið sáu þeir hvar flokkur gæsa kom fljúgandi. Þeir rifu upp skotfærin og skutu af öllum lífs og sálar kröftum. Að lokum hitti Jónas eina gæs, en hún datt út í mitt vatn sem var þarna nálægt. "Sjáðu þetta, Guðmundur," sagði hann. "Snati! Sæktu gæsina!". Snati tók viðbragð, hljóp niður að vatninu og síðan út á það. Í stað þess að synda þá hljóp hann á vatninu þar til hann kom að gæsinni. Hann tók hana í skoltinn og hljóp með hana að landi og til Jónasar. Þar lét hann gæsina detta við fætur húsbóna síns og fékk klapp að launum.
"Sástu þetta?" sagði Jónas.
"Já," sagði Guðmundur, "hundurinn þinn kann ekki að synda!!"
#2
Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og var að fá sér að borða þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni. Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jónas bauð honum að prófa sig.
Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi. Jónas þefaði vel af diskinum og sagði svo "Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!"
Þjónninn varð forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi. "Blandað grænmeti!" sagði Jónas.
Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann til Jónasar. Jónas þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo "Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Mestaleyti að vinna hérna?"
Spaugilegt | 28.5.2008 | 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skrapp á tónleikana hans Dylan's í kvöld. Þvílík upplifun. Ekki spillti fyrir mér að standa við hlið gamals vinar míns og Dylan sérfræðings og aðdáanda No.1, ...Óla Matt. Því verður vart líst með orðum fyrir þeim er ekki voru þarna þvílíkur viðburður þetta var. Það er svo sem ljóst að Dylan er mesti textasamsetningarsuðukall sem fyrir finnst í þessum bransa, með fullri virðingu fyrir Megasi.
En þrátt fyrir að þekkja og meta Dylan nokkuð vel og mikið (þó ekki eigi ég allar 42 plöturnar hans) þá sló þessi trommari hans mig alveg út af laginu. Svona trommar enginn maður með fjóra útlimi og þar af bara tvær hendur, (allavega sá ég bara tvær þó ég hafi heyrt í sex). Hvað um það, ...Frábært!
Trommarinn; George Receli
http://expectingrain.com/dok/who/r/receligeorge.shtml
Annað sem ég fann um Bob Dylan, satt eða fremur logið. Með öllu óstaðfest, en svona er það:
Bob Dylan, vinsælasti og áhrifamesti lagahöfundur okkar tíma, maðurinn sem flutti göturokkið inn í tónleikahallirnar, tók á móti heiðurs Pulitzer verðlaunum á mánudaginn var. (07.04.08). Voru honum veitt þau fyrir afgerandi áhrif hans á popptónlistina ásamt ameríska menningu er einkennist af ljóðrænni tónsköpun hans ásamt einstökum skáldlegum krafti.
Enska útgáfan:
Bob Dylan, the most popular and influential songwriter, who has brought rock from the streets to the lecture hall, received an honorary Pulitzer Prize on Monday. It has been cited for his "profound impact on popular music and American culture, marked by lyrical compositions of extraordinary poetic power".
Bloggar | 27.5.2008 | 01:51 (breytt kl. 02:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú segir af Henry Ford bílakóngi. Henry deyr og fer rakleiðis til himna.
Við hlið himnaríkis heilsar Lykla-Pétur honum og segir:
Jæja, þú hefur nú verið sniðugur og góður strákur, og uppfinning þín, færibandið í bílaiðnaðinum hún gerbreytti heiminum.
Í þakklætisskyni geturðu farið um að vild hér í himnaríki og hitt hvern sem er.
Henry hugsar sig um og segir svo:
Mig langar að hitta Guð sjálfan. Og Pétur fer með Henry að hásætistróninum og kynnir hann fyrir Guði.
Henry spyr guð síðan: Þegar þú fannst upp konuna - hvað varstu þá að hugsa?.
Guð spyr á móti: Hvað meinarðu? -
Sko, segir Ford, það eru nokkrir meiriháttar hönnunargallar á uppfinningu þinni.
1. Það er alltof mikil frambygging.
2. Hún talar alltof mikið á miklum hraða.
3. Viðhald og viðgerðarkostnaður er ógurlega mikill.
4. Hún þarfnast stöðugt endurmálunar og snyrtingar.
5. Hún er í ólagi 5-6 daga á fjögurra vikna fresti.
6. Afturendinn vaggar alltof mikið til og frá.
7. Inntakið er alltof nærri púströrinu.
8. Höfuðljósin eru oftast alltof lítil.
9. Eldsneytiseyðsla er alveg hrikaleg.-
Hmm, svarar guð, bíddu augnablik og fer yfir í hvelfinguna þar sem ofurtölvan er, slær inn nokkur lykilorð og bíður eftir niðurstöðum. Á skömmum tíma prentar tölvan út skýrslu og guð les hana.
Hann snýr sér síðan að Ford og segir:
Það getur vel verið að uppfinning mín sé gölluð en samkvæmt þessum upplýsingum þá "aka" miklu fleiri minni uppfinningu en þinni
Kannski ekki Ford en flottur samt.
Spaugilegt | 24.5.2008 | 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir stutta umhugsun, ákvað Jói að samþykkja seinni kostinn. Svarti björninn sinnti þörfum sínum vel og rækilega. Þótt Jói væri aumur í tvær vikur, náði hann sér þó og hét að ná fram hefndum. Hann fór því í aðra ferð til Alaska þar sem hann fann þennan sama svarta björn og skaut hann til bana. Púðurlyktin var ekki horfin er komið var við öxlina á honum. Í þetta skipti var það risavaxinn skógarbjörn sem stóð við hliðina á honum. Skógarbjörninn sagði: "þetta voru verulega slæm mistök hjá þér, Jói, ...þetta var stórfrændi minn og núna hefurðu aftur tvo möguleika. Annaðhvort lem ég þig til dauða eða við stundum afar gróft kynlíf." Jói sig hugsaði aftur um og ákvað að þótt illt væri, væri lífið þó skárra en dauðinn. Hann valdi því aftur seinni kostinn.
Þótt hann hafi lifað þetta af tók það þó marga mánuði fyrir Jóa að ná sér í þetta skipti.
En, núna var Jói orðinn gersamlega brjálaður. Hann fór því enn eina ferðina til Alaska, tókst að finna skógarbjörninn og skaut hann til bana.
Hann fann fyrir yndislegri sælutilfinningu eftir að hafa náð fram þessum grimmilegu hefndum, en, örfáum augnablikum seinna var enn á ný bankað á öxlina á honum.
Hann sneri sér við og sá sér til skelfingar, risastórann ísbjörn.
Ísbjörninn leit á hann aumkunarverðum augum og sagði:
"Viðurkenndu það Jói,... þú kemur ekki hingað til að veiða, er það?"
Spaugilegt | 24.5.2008 | 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Ísafirði upp aftarlega í vélinni. Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig..
Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. ...-Hún tók andköf...
Þá, sagði hann... !
STRAUJAÐU ÞESSA OG FÆRÐU MÉR BJÓR".
Spaugilegt | 24.5.2008 | 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)