Færsluflokkur: Bloggar
Það er ekki vegna þess að ég hafi ekki skoðanir, heldur þvert á móti, þær skoðanir sem ég hef eru nefnilega svo innilega réttar að það hálfa væri nóg. Þar sem ég er þekktur fyrir að forðast allt "vandræða-vesen", get ég bara ekki staðið í því að vera að leiðrétta skoðanavillur annarra, daginn út og inn. Hef bara ekki tíma. -Ég nota bara snilldar svar eiginmannsins sem náði að lifa til hárrar elli í sambúð með konu sinni, til þess að gera vandræðalaust, og svara bara þegar á að "bögga" mig eitthvað : Já, elskan , þetta er alveg rétt hjá þér". (Verð að taka það fram að kellingin sú, fattaði þetta aldrei).
Ok, ég skal bæta aðeins úr þessu.
Skoðun # 1
Ég á skoðanabróður. Hann heitir Berlusconi.
Hann er einhver fjölmiðla kóngur á Ítalíu, gott ef hann var ekki líka forsetisráðherra hérna áður fyrr, og vill verða aftur, nema hvað?, hann er bara snilli. Hann sagði bara það sem allir hafa vitað og séð lengi, líka þú, ... Hann sagði eitthvað á þá leið, að fólk á vinstri væng pólitíkurinnar væri ekki eins fallegt og það á hægri vængnum. (Hann skírskotaði þar víst sérstaklega til kv. )......."...?
Þarf virkilega að skíra þetta nánar? Hafið þið skoðað samsetningu fulltrúa Reykjavíkur í borgarstjórn, aðal og/eða vara, á móti hinum? Bara spyr!
Skoðun # 2
Þurfti þetta að henda MIG ?
Nei, ekki endilega, nema hvað, ég var bara að fara í leikhús , ...í Rvk.
Akkúrat þennan sama dag,, þennan sama dag og vörubílstjórar hótuðu að teppa allar leiðir til borgarinnar; Vesturlandsveg, Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Bara loka fyrir Reykjavík, alveg. Inn og út. Og mig.
Ég hugsaði þetta smá stund en tók síðan yfirvegaða ákvörðun. Bara bíða,. Þetta gengur yfir, eins og alltaf. Bíðum bara , þetta gengur yfir, íslenska " hugarfarið" , í praktís.
Við vorum að ræða þetta, nokkrir vinnufélagar yfir Pizzu, um daginn. Við komumst að því að sennilega er þetta fyrsta skipti sem við íslendingar mótmælum einhverju, svo finnist. "Hei, hei, hei" eins og Mercedes Club syngja.
Ég fann fyrir samhygð með þessum bílstjórum. Ég var jú sjálfur að keyra vörubíl einu sinni, raunar í vinnu hjá ÍSTAKi á sínum tíma, en hvað um það.
Eins og áður sagði, vorum að ræða þessi mál, nokkrir vinnufélagar, ég var að vesenast með að kannski kæmist ég ekki í "bæinn" og á sýninguna sem ég var að fara á, í Borgarleikhúsinu. Öllum virtist sama um það. Þetta væri í fyrsta skipti sem einhver hópur íslendinga hafi brugðist við óréttlæti og mótmælt með afgerandi hætti svo eftir væri tekið. Hana nú. Vertu memm.
Orðræðan hélt áfram og það var tuggið ofaní mig að skilja aðstæður, skilja dæmið í heild. Já, já, já, Ég náði því. Elskan.
Aldrei áður svo ég muni, höfum við íslendingar mótmælt með þessum hætti. Aldrei.
Það sem vörubílstjórar eru að gera, er snilld. Þetta á áð hrista upp í okkur öllum. Við getum breytt nánast öllu ef við ef við stöndum saman. Öll. Við kunnum þetta bara ekki, lærum af Frökkum.
Bara ekki trufla MIG!
Skoðun #3, -sjá tvær fyrri..
Bloggar | 13.4.2008 | 09:15 (breytt kl. 21:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 11.4.2008 | 13:35 (breytt 12.4.2008 kl. 15:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
HP Scanjet, 3770. Vá, maður, ekkert smá fallegur skanni, rjómahvítur og grár með blá-glæru loki. Bara djásn, og svo gerði hann líka allt sem ég vildi, ...þangað til... &#*$ -tölvan mín hrundi. Sjokk í nokkra daga eða þar til við, bíllinn minn og ég, röltum á ný í aðra verslun og keyptum okkur nýja tölvu ...með Windows Vista. Uhh...
Þetta vildi fallegi rjómahvíti og grái skanninn minn með blá-glæra lokinu ekki sætta sig við. Hann bara neitaði ...alveg. Þegar ég setti diskinn með hugbúnaðinum í, fraus vélin ...með Windows Vista. Uhh... Ég gat ekki einusinni slökkt á henni og varð því að taka hana úr sambandi til að geta síðan endurræst hana. Windows Vista. Uhh... Ok, þá. Ég hafði bara samband við Huldu "HP" sem tjáði mér stutt og laggott að þeir þjónustuðu ekki lengur þennan skanna og rekklar (drivers) fyrir WV yrðu ekki framleiddir. Þessi týpa gengi því aðeins undir XP og Mac OS. Punktur. Hvað getum við lært af þessu jú,
-heimsk pör eignast heimsk afkvæmi.
Bloggar | 9.4.2008 | 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er einhver að grínast? Þetta er afleggjari heim að tveim sveitabæjum.
Á öðrum er Hyundai Santa-Fe og á hinum Subaru Forester. Hvað er í gangi? Það má alls ekki misskilja þetta. Auðvitað er hið besta mál að þungaflutningar fari ekki um þennan afleggjaraa eins og brugðið hefur við. Mér fannst bara svo skrítið að sjá þetta þarna að ég varð að gera grín að því. Þakka bara þeim sem kom þessu í verk, hefði fyrir löngu átt að vera búinn að gera þetta sjálfur.
Bloggar | 9.4.2008 | 13:22 (breytt kl. 18:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær (miðvikudaginn 2. apríl) fór Óttar vinur minn í höfuðaðgerðina úti í Osló. Ég man þegar hann var að kvarta yfir þessum höfuðverk, árum saman og þrauta göngunni hérna heima á milli lækna sem aldrei fundu út úr hvað var að. Það var bara hreint út sagt fáránlegt eins og við teljum okkur eiga góða lækna. Svo flytur hann til Noregs og læknar þar finna þetta straks. Það var ekkert smá sem mér brá þegar ég frétti hvað þetta var alvarlegt.
En núna er aðgerðin væntanlega búin og hefur gengið vel. Ég vona að þú lesir þetta fljótlega Óttar og hafir samband við fyrsta tækifæri. Gangi þér vel kallinn minn.
Bloggar | 3.4.2008 | 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú fara páskar í hönd og gleðjumst við mannfólkið af því tilefni. En hvert er tilefnið? Af hverju gleðjumst við?
Jú, það er frekar einfalt, við eigum frí.
Fæstir sem ég þekki tengja þessa daga beint við trú sína eða trú yfirleitt. Er ég hugsa málið dýpra, raunar enginn sem ég þekki.
Þeir sem þurfa að vinna yfir þessa daga gleðjast aðallega yfir að borgað er stórhátíðar -álag. Money in pocket, (auka aur í vasann). Ekki veitir af.
Nú er búið að sanna að trúarþörf okkar mannfólksins er ekki innræting heldur genatísk. Trúleysi sem slíkt er því ekki til.
Við ráðum ekki sjálf hvort við fæðumst stúlka eða drengur. Er við erum komin í heiminn, verðum við að sætta okkur við hlutskipti okkar og læra að lifa og vinna með það sem við höfum fengið, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Líka ef við finnum okkar kynhneigðir hallast til eigin kyns. Það heitir reyndar á ágætri íslensku; kynvilla. Við getum ekkert gert að því þó náttúran ruglist aðeins í fjöldaframleiðslunni sem við mannfólkið erum jú vissulega. Að segjast bara vera svona af Guði gerð(ur) er alveg rétt en að sama skapi líka sjálfsþæging, þó fullkomlega réttlætanleg. Ef þú villt. Annað, foreldrar velja ekki börnin sín frekar en börnin velja foreldra sína. Það verður bara.
En að trúmálunum, eða ekki.
Það er gott, eða þess vegna nauðsynlegt að geta kallað til hjálp ef við ráðum ekki við aðstæður. Og það gerum við ósjálfrátt.
Og á hvern köllum við jú, í flestum tilfellum á Guð, hvort sem við trúum á hann eða ekki. Þetta hefur ekkert með trú að gera. Þetta er bara í genunum eins og áður sagði. Við ákall til Guðs á raunastund eða við aðstæður er okkur finnst ofraun, er ákall til Guðs, ákall til okkar sjálfra, líkamlega og andlega. Náum við okkur upp, þökkum við Guði fyrir en erum í raun að þakka okkur sjálfum.
Styrkurinn er alltaf okkar, frá okkur til okkar kominn. Við þurfum bara stundum að fara þessa leið til að sækja hann án þess að hafa hugmynd um hvað við erum í raun og veru að gera. Gjörsamlega ómeðvitað.
Guði sé lof.
Hverra manna er Guð?
Guð er allra manna.
Guð er;...
Við sjálf.
Gleðilega páska!
Bloggar | 22.3.2008 | 13:17 (breytt kl. 13:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún Tóta mín kom við hjá okkur á leið sinni á Krókinn í kvöld. Veðrið á landinu er ekki búið að vera það skemmtilegasta í dag vægast sagt. Samkvæmt spánni átti þó að draga úr ofsanum með kvöldinu eða nóttunni. Færð var sögð leiðinleg á heiðum, norðan og sunnan.
Þegar hún kom vorum við því með tilbúinn kvöldmat handa henni og gott kaffi á eftir. Að sjálfsögðu var síðan sest niður og spjallað saman í góða stund, sagðar sögur, skipst á fréttum og spjallað bara út og suður í dágóðan tíma, um allt og ekkert eins og fólk gerir þegar það hefur ekki sést í nokkra daga.
Þegar hún fór að ókyrrast mundi amma hennar (eh, humm), eftir að hana langaði til að sýna henni hvað hún hefur verið dugleg undanfarið að raða gömlu myndunum sínum í nýju mynda albúmin sin.
Alls tók allt þetta ferli tæpa þrjá tíma, eða vonandi nægilega langan tíma til að versta veðrið verði gengið yfir þegar hún leggur á Holtavörðuheiðina. Hún kemst nú klárlega á leiðarenda án vandkvæða. Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Á nýjum Skoda, ekki spurning.
Vonast bara eftir henni í kaffi í bakaleiðinni.
Mun kannski ekki tefja hana svona lengi þá.
Bloggar | 20.3.2008 | 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er eiginlega að sumum?
Einn vinnufélagi minn var að vinna á stórum lyftara í dag. Hann var búinn að djöflast á honum í einhverja klukkutíma þegar við tókum eftir að hann var farinn að aka utan í eitt og annað og, það sem vakti ekki minni eftirtekt, hann var með þurrkurnar á, ...innanhúss. Var maðurinn að snapsa sig í vinnunni eða hvað?
Við þorðum ekki annað en nálgast vélina varlega til að gá hverju þetta sætti. Kom þá í ljós að komið hafði gat á glussaslöngu á gálganum beint fyrir framan hann sem úðaði glussanum yfir alla vélina en mest þó beint á farmrúðuna.
Þegar honum var bent á að stöðva, þóttist hann fyrst ekkert skilja og eftir að honum var gerð grein fyrir að svona væri ekki hægt að nota vélina, varð hann alveg undrandi á veseninu á okkur en sættist loks á að rétt væri að fara með verkfærið til viðgerðar.
Þarf að taka fram að viðkomandi er ekki af íslensku bergi brotinn?
Bloggar | 20.3.2008 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á þeim tíma (og er reyndar enn), var boðið uppá að setja upp svona síður fyrir lítinn pening á einfaldan hátt. Þó ekki væri verra að kunna eitthvað fyrir sér í vefsíðugerð var og er, afar auðvelt að koma sér upp síðum með þessu móti. Formið er staðlað, einskonar skapalon ekki ósvipað og bloggsíðu færslur eru í dag. Ég valdi að vera með mína síðu hjá velkomin.is".
Ég datt niður á svo snjallt lénsnafn fyrir mig að ég hannaði meira að segja logo fyrir það byggt á stafagerðinni; Magneto. Ég lagði heilmikla vinnu í að Photoshoppa" það svo það liti vel út en notaði það aldrei, því miður.
Ég athugaði að gamni hvort þetta lénsnafn væri laust sem .is. Og hvort það var. Ekki málið, en þar sem mér fannst ég ekki hafa verið nógu duglegur að halda síðunni minni við og kostnaður við .is dæmi er miklu dýrari kostur, lét ég aldrei verða af því að sækja um það og fá það skráð.
Það eru klárlega mestu mistök sem ég hef gert á ævinni. Ég væri núna að drekka kampavín um borð í skemtisnekkju, einhverstaðar í Karíbahafinu með þið vitið a.m.k. tvær + á feisinu, hefði ég séð þetta fyrir. En, . Þarna sannast enn og aftur "að hika er að tapa".
Fyrir um hálfu ári síðan var haft samband við mig af forsvarsmanni velkomin.is og mér tjáð að þau væru hætt að veita þessa þjónustu og yrði síðunni lokað og eitt. Boðið var uppá að vista fyrir mig öll gögn er inná henni væru inná disk og senda mér að kostnaðarlausu.
Þar sem ég á öll gögn er þarna birtust, sjálfur á diskum, afþakkaði ég það boð. Ég kíki reyndar öðru hverju á gömlu slóðina mína og viti menn, síðan mín er þarna ennþá. Það sem þó hefur breyst er, að ég get ekki lengur unnið með hana. Þeim aðgangi hefur verið lokað. Að sjálfsögðu fór samsæriskenning í gang í höfði mínu straks af stað. Allt féll þetta heim og saman. Velkomin.is er enn starfandi þrátt fyrir að mér hafi verið sagt annað. Hvert er málið?
Klárt, ekkert annað en nafnið.
Og hvað er nafnið?
Jú, það sama og ég nota fyrir bloggið mitt og tvö netföng.
N1
Sjáið þið samhengið?
Fyrir forvitna má skoða ennþá" gömlu vefsíðuna mína á:
Bloggar | 18.3.2008 | 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)