Færsluflokkur: Bloggar

Flott meðmæli

Nonni fékk eftirfarandi meðmæli frá yfirmanninum sínum þegar hann sótti um starf hjá öðru fyrirtæki.

1. Hann Nonni vinur minn eyðir góðum tíma
2. í erfiðisvinnu og frágang. Hann vinnur sjálfstætt og eyðir ekki tíma
3. í snakk og blaður. Hann veigrar sér
4. ekki við að aðstoða vinnufélagana og hamast
5. við að klára verkefnin tímalega. Oftast tekur hann
6. sérstakan tíma í verkefnin svona eins og til að forðast
7. miklar pásur. Nonni hefur akkúrat enga
8. sérstaka ástríðu á sjálfum sér og mikla
9. kunnáttu á sínu sviði. Nonna er gott að
10. aðlaga og nýtur reynslu sem engin má
11. vera án. Ég legg til að Nonni verði af-
12. skaplega fljótt gerður að yfirmanni á góðum launum og yfir-
13. greiddur í eitt skipti fyrir öll
14. Það er uppástunga mín að hann verði gerður að forstjóra
15. við fyrsta tækifæri sem gefst.


Stuttu seinna fékk yfirmaðurinn sem hafði fengið þetta bréf e-mail: “Bölvað fíflið stóð yfir mér þegar ég skrifaði meðmælin sem ég sendi þér fyrr í dag. Vinsamlega lestu aðra hverja línu sem eru með oddatölunum”.


Tveir góðir!

Fyrri: 

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: “Já, Björk, hún er nú góð stelpa”
Vinnufélagi: “Guðmundur, þekkir þú Björk?”
Guðmundur: “Já hún er mjög fín”
Vinnufélagi: “Djöfuls… kjaftæði Guðmundur. Við erum komnir með nóg af þessu, þú þykist þekkja alla. Í guðanna bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig”.
Nokkrum dögum síðar í vinnunni.
Vinnufélagi: “Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun”.
Guðmundur: “Svíakonungur, það er nú góður karl”.
Vinnufélagi: “Þekkir þú líka Svíakonung?”
Guðmundur: “Já,já ég þekki hann mjög vel”
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir löngu búnir að fá sig fullsadda af þessu kjaftaæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli að taka á móti Svíakonungi, og heilsuðust Guðmundur og Svíakonungur með virktum. Vinnufélagarnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar. Tveimur dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann, ásamt konu sinni, væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: “Páfinn, já, það er nú góður maður”.
Yfirmaður: “Guðmundur, þekkir þú páfann líka?”
Guðmundur: “Já, já, ansi fínn karl en svolítið gamall”.
Yfirmaður: “Guðmundur nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú”.
Guðmundur: “Ok”.
Á Ítalíu: Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og var kirkjan fullsetin. Þegar messan var búin gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman. Síðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: “Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?”
Yfirmaður: “Nei, nei - þegar þú varst að tala við páfann bankaði Robert DeNiro á öxlina á mér og spurði mig: “Who is that guy standing beside Guðmundur?”

 

_______________________________

 Seinni:

Sálfræðingur var með fyrirlestur í karlaklúbbi. “Hvað margir ykkar njótið ásta með konum ykkar á hverju kvöldi?” spurði hann. Nokkrir réttu upp hendurnar. “En tvisvar í viku?” Fleiri hendur á loft. “Einu sinni í mánuði?” Enn fleiri hendur upp. “Einu sinni á ári?”  “Ég, ég” hrópaði maður á aftasta bekk og spratt á fætur. “Af hverju ertu svona ánægður með það,ef ég má spyrja? sagði sálfræðingurinn.

“Það er í kvöld, það er í kvöld” svaraði maðurinn kampakátur.

  

Dulmál

Fyrir nokkrum árum hélt læknir fram hjá konu sinni með hjúkrunarfræðingi.
Ekki leið á löngu þar til hjúkkan varð ófrísk.
Læknirinn gat ekki hugsað sér að upp kæmist  um framhjáhaldið, lét hann því viðhaldið hafa fjárfúlgu og bað hana að fara til meginlands Evrópu og eiga barnið þar.
Hvernig get ég látið þig vita,þegar barnið fæðist?” spurði hjúkkan.
Sendu mér bara póstkort og skrifaðu “spaghetti” á það. Ég skal svo borga allan brúsann.”
Konan flaug til Ítalíu og segir ekki frekar af ferðum hennar.
En sex mánuðun seinna hringir eiginkona læknisins á stofuna til maka síns og segir: “Elskan, þú fékkst svo skrítið póstkort í dag. Það kemur frá Ítalíu, en ég fæ engan botn í það sem í því stendur.”
“Hafðu engar áhyggjur af því, ástin mín. Ég skoða kortið þegar ég kem heim.”
Læknirinn kom heim um kvöldmataleitið, las kortið og féll að því búnu í gólfið með hjartaslag.
Sjúkrabíll kom á staðinn og flutti lækninn með forgangi á spítala.
Eiginkonnunni varð að sjálfsögu mjög brugðið og einn úr áhöfn bílsins varð eftir til að hugga hana.
Hann spurði hana hvað gæti hafa orðið manni hennar um megn.
Konan tók upp póstkortið og las: “Spaghetti, spaghetti, spaghetti. Tvö með pylsu og kjötbollum og eitt án.”

Vakinn -sofinn

Þegar maður vinnur vaktavinnu ruglast hinn hefðbundni svefntími. Eftir næturvaktir sef ég til dæmis daginn eftir og svo framvegis. Það sagði mér vís maður fyrir nokkrum árum að ekki væri hægt að leggja inn svefn eða hvíld. Það sem hann átti við er, að ef þú ert td. að fara á næturvakt, getur þú ekki hvílt þig fyrir fram með því að halla þér kvöldið eða daginn áður. Slíkt er einungis viðbót við síðast fengna hvíld eða svefn, klárun á ónógri hvíld eða svefnþörf eftir annir síðasta dægurs. Það er til að mynda fáránlegt að segja; „ég á eftir að verða svo þreyttur á eftir að ég held ég hvíli mig bara núna“. Ekki hægt. Við hvílum okkur eftir á. Alltaf.  Misskilningurinn gagnvart þessu er algengur. Það eru ótrúlega margir sem segjast vera „betri“ á nóttunni, ef þeir halla sér aðeins á undan. Eins og áður sagði, hafa viðkomandi þá bara ekki náð nægilegum svefni eða hvíld eftir síðustu átök.  Það er líka hægt að verða svo þreyttur, að maður nái sér ekki niður eins og sagt er. Reyna að sofna eins fljótt og maður getur og sofa hratt til að spara tíma. Eins og að hlaupa í stað þess að ganga. Og verða bara þreyttari og pirraðri. Þetta hefur að sjálfsögðu hent mig, þar til ég fann lausnina. Útvarp Saga. Það er ekkert þægilegra en að hafa opið fyrir hana á náttborðinu (allan sólarhringinn), til að rugla í burtu utanað komandi umhverfishljóð eins og bílaumferð, grátandi börn, hundgá og fuglasöng, fyrir utan að nánast víst er að maður heyrir eitthvað stórmerkilegt og uppbyggjandi á þeirri stöð. Í nótt td. heyrði ég í svefnrofunum, nokkuð afar merkilegt. Ég man reyndar ekkert hvað það var.  Errm

Hvað er klukkan?

Við munum flest eftir fárinu vegna síðustu aldamóta. Voru þau á milli  9 og 0, eða 0 og 1?

 Það urðu ótrúlegustu skoðanaskipti um hvort skyldi gilda. Í þessari umræðu tóku þátt hinir ótrúlegustu menn og konur, fræðingar og minna lærðir og þrættu út í  eitt. Ég líka. „Út í eitt“ er raunar eitthvert magnaðasta hugtak seinni tíma sem allir virðast skilja en enginn virðist þó geta útskýrt hvað þýðir, en nota þó óspart. –Að tala út í eitt, er það að bulla um eitthvað merkingarlaust í allt of langan tíma, kannski öllum til ama? Alla vega virðis sem þetta orðatiltæki sé mest notað um eitthvert óþarfa kjaftæði sem engu skilar. Bara tímasóun. Er kannski líka hægt að horfa eða góna út í eitt? Út í bláinn eins og kjaftæðið? En aftur að tímamælingunni. Hvað mig varðar byrjaði ný öld 1. jan. 2001. Við höldum ekki upp á 1. maí, 30. apríl. Nei við höldum upp á hann 1. maí ef við höldum upp á hann á annað borð. Við skjótum líka upp flugeldum á miðnætti á gamlárskvöld til að kveðja gamla árið sem lýkur kl. 24 á miðnætti og nýtt hefst  að sama skapi sekúndubroti eftir kl. 00. Ekki rétt? Klukkan mín fer alltaf yfir á nýjan dag kl. 00:0+.

 Af hverju er ég að tuða um þetta? Jú, hjá mínu fyrirtæki byrjar hver dagur kl. 07:30. Óumbreytanlegt. Þetta er væntanlega tilkomið vegna tólf tíma vaktafyrirkomulags sem þar er við lýði. Dagvakt er frá 07:30 til 19:30 og næturvakt frá 19:30 til 07:30. Nema hjá mér. Ég er á átta tíma vöktum samkvæmt Time Care kerfi. (Fyrir þá sem vilja skoða um hvað það snýst er slóðin: http://timecare.is). Þar er vaktir frá 07:30 – 15:30, 15:30 – 23:30 og 23:30 til 07:30. Eins og áður sagði byrjar dagurinn hjá okkur á morgnanna til næsta morguns. Þetta þýðir að næturvakt hjá mér er skráð á daginn áður. Ég þarf því við skírslugerð eftir hverja næturvakt að muna eftir þessu. Mér þótti þetta svolítið skrítið fyrst, en auðvitað venst þetta eins og annað. Bíðum nú við, hvert er maðurinn að fara? Jú, farið hefur verið fram á við eigendur Time Care kerfisins að breyta því á þann veg að sólarhringurinn hjá okkur samkvæmt því kerfi, byrji kl. 07:30 í stað 00:00, eins og kerfið er byggt upp á. Þar sem þetta er alþjóðlegt kerfi, hefur þeirri málaleitan verið alfarið hafnað. Þeir hugsa þetta greinilega eins og ég, nýr sólarhringur hefst á miðnætti og ekkert kjaftæði. Að öðru leiti er mér alveg sama. Svo verð ég að segja frá hvað mér finnst alltaf skemmtilegt þegar við erum að fara heim að sofa eftir næturvakt og fólk býður hvort öðru –góða nótt. Klukkan hálf átta að morgni.

Systur, skór og Kína

Þegar Didda kom í heimsókn á fimmtudaginn var, sýndi ég henni í Mbl. -seinni hluta skrifa Víkverja þann daginn. (Eftir farandi er því tekið orðrétt upp úr Mbl. 28.02.08).

  „Víkverji segir skófarir sínar ekki sléttar. Eftir mikla leit fann hann þessa fínu kuldaskó í Steinari Waage sem bæði voru smart og þægilegir. Víkverji var svo ánægður að hann vildi helst ekki úr skónum fara, nema þá helst, áður en hann fór upp í nýja rúmið sitt. En gleðin var skamm-vinn. Haldið til að renna rennilásnum upp og niður datt fljótlega af báðum skónum svo Víkverji komst illa í þá og úr. Síðan losnaði innlegg í öðrum skónum og Víkverji dreif sig því með þá aftur í búðina. Þar var engu líkara en það væri Víkverji sjálfur sem væri til ama en ekki skórnir. Engu að síður fékk Víkverji skóna fljótt aftur í fínu ásigkomulagi. Þeir minnkuðu þó eilítið, sem Víkverji hafði sagt að myndi ekki koma að sök, en því fylgdi sú óheppni að Víkverji fékk hælsæri sem þróaðist út í einhverskonar kúlu svo engu líkara er en að hællinn á Víkverja sé óléttur. Síðan hafa renniláshöldin dottið tvisvar af og Víkverji sér fram á að þurfa að fara þriðju ferðina í búðina með rándýru skóna sína. Sem betur fer sefur Víkverji vel, annars myndi þetta fara í skapið á honum“. 

Þegar hún hafði lesið þetta spurði ég: „gæti það ekki passað“?  „Jú, ekki spurning, þetta hefur verið Dóra“, svaraði hún og bætti við, með ákveðni; „ég er alveg viss um að þetta hefur verið hún“. Þar með var þetta mál klárað af okkar hálfu. Nema hvað, kemur ekki Dóra bara í heimsókn í dag. Hún hafði nú ekki lesið þetta sjálf (er samt áskrifandi að Mogganum), svo ég sýndi henni skrifin. Hún horfði upp og til vinstri, (þið vitið að við lýtum til vinstri þegar við reynum að rifja eitthvað upp, en til hægri ef við erum að ljúga),  ...og sagði: „hei, ég man eftir þessu atviki“. OK, staðfest.

 

Gunna og Mundi komu heim frá Kína í dag (gær). Enginn smá flottur jakki sem kallin hefur keypt sér þar. Bara öfund. Á eftir að skoða í töskurnar hennar Gunnu. Merkilegt samt, ég sá ekki mikla skáeyju í augum hans, kannski bara vottur um vanan heimshornaflakkara.  Svo gaf hann mér prjóna, en ekkert garn...? Hann sagði mér að í Kína væri hægt að prútta um ALLT. Ok, ég þekki það svo sem, en þá bætti hann við, „það er líka hægt að prútta um verð í Ríkinu hjá þeim“.  ...OK., ok... Spjalla betur við þau á morgun.


Didda og snjórinn

Yfirleitt er mér ekkert illa við snjóinn svo framarlega sem hann er ekki verulega fyrir mér en það er hann búinn að vera í dag. Í morgun var bílinn minn í kafi í skafli. Ég þurfti að byrja á að moka mér braut að honum til að geta svo fundið hann þarna innaní hvítunni og mokað hann lausan. Fyrst ég var nú byrjaður með skófluna hvort sem var og átti þar að auki von á Diddu í heimsókn fékk ég umhyggjukast og mokaði fyrir hana braut frá útidyrum og langt út á plan. Kemur svo skessan, staurblind og leggur við hliðina á brautinni, öfugu megin og beint út í skafl. Snjórinn náði henni upp að hné þegar hún steig út úr bílnum. Sumu fólki er bara ekki gægt að bjarga. Sú fékk líka að heyra það. Svo mokaði ég náttúrulega fyrir ruslakarlinn líka eins og góðum þegn sæmir en auðvitað býst ég ekkert við honum fyrr en snjóa leysir. Það væri eftir öðru. Cool bara kátur.

Krass eða?

Hvað er þetta með okkur systkinin og tölvur?

Um daginn var ég að “dánlóda” forriti sem í reyndist vera vírus, og vírusinn kom á undan. Ég var ekki búinn með nema um einn fjórða þegar þessi skratti var búinn að virkja sig og rústa tölvunni. Ég hef aldrei heyrt um þetta áður, að vírusar setji sig í forgang? Eitthvað nýtt, nema hvað, hann byrjaði á að afvirkja allar vírusvarnir, aftengdi eldvegginn og, já og það sem gerði þetta að vitlausasta vírus sem ég hef kynnst, hann aftengdi routerinn. Einn heimskur vírus. Auðvitað slapp ég ekki með að formata harða diskinn og setja allt upp á nýtt. Þau orð sem ég muldraði ja, kannski öskraði á meðan á því stóð voru klárlega ekki til þess fallin að auðvelda mér aðgang að himnaríki þá eða þegar að því kemur. Þetta tók mig nokkra daga og ég er svo sem ekki búinn að öllu enn. Mikið djö... langar mig til að ná í andlitið á þeim sem býr þennan fjanda til.

Rétt búinn að redda sjálfum mér fyrir horn þegar ég þurfti að brenna í bæinn til að redda tölvunni hennar Dúnu systur. Hreinsaði út 28 vírusa þar. Sú vél gekk víst í eina tvo daga þar til eitthvað af þessum skröttum öðluðust sitt annað líf. Nokkuð ljóst að litla skotta á þar hlut að máli þó væntanlega óviljandi. Nefnum engin nöfn. Og nú er það Didda. Það er ekki einusinni hægt að kveikja á hennar tölvu. Klárlega uppfull af vírusum fyrir utan endalaus popupp með tilboðum á Viagra ásamt tilboðum á aðgangi og dánlódi á þið vitið, þessu bláa stöffi... Hvað er í gangi? Auðvitað kannast enginn við neitt. Vélin er sjálfsagt að dunda sér við þetta upp á eigin spýtur svona yfir blá nóttina á meðan allir sofa já, jafnvel þó það sé slökkt á henni. Ótrúlegt hvað tæknin hefur náð langt, eða hvað á maður að halda?

Blótið

Það er bara þannig að ekki er hægt að sleppa því að fara á þorrablótið á Nesinu, í Miðgarð. Það er alltaf haldið á þorraþræl sem að þessu sinni bar uppá 23. febrúar. Að þessu sinni dró ég hana Tótu dóttur mína með. Henni þykir nú ekki slæmt að komast í vænan sviðakjamma. Skemmtum við okkur konunglega. Þetta var samt í fyrsta skipti, svo ég muni, sem ekki var uppselt á þetta blót. Það breytti þó engu um gæði skemmtiatriðanna sem voru hreint frábær. Það er alveg merkilegt með þessa Ottesen ætt, nú er kominn þriðja kynslóð sem heldur þessum þorrablótum meira og minna uppi og ekki nóg með Ottesenana sjálfa, tengdafólkið í kringum þessa ætt virðist einnig fætt inn í þennan "lókal" heim. Ekki nenntum við feðginin nú samt að vera allt ballið, heldur skelltum við okkur smá stund á Mörkina. Það var eins og við máttu búast á laugardagskvöldi, 80% pólverjar. Þetta er eins og að vera útlendingur í eigin landi Angry. Ferlegt. Það breytti þó engu um að þarna var Siggi Einars. en hann mynnist þess nú ekki að hafa hitt mig þarna. Bara Siggi. Tóta hitti líka þarna hana Hafrúnu vinkonu sína. Þær kvensuðust svo mikið sama að ég fyrir rest, þurfti að nánast að slíta þær í sundur svo ég kæmist heim. ...vill be girls. Nú segir ábyggilega einhver: suss! 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband