Hlutur kostaði 100 krónur.
Vegna utanaðkomandi aðstæðna þurfti að leiðrétta verðgili hans uppá við um tíu prósent. (10%) Hann kostaði því eftir breytingu 110 krónur.
Hvort var hann hækkaður um 10% eða tíu prósentu stig?
Hver er munurinn?
Ég var að mála glugga og þurfti stiga, náði í fyrstu ekki nógu langt upp svo ég þurfti að lengja í honum um tvær tröppur. Hve mikið lengdi ég hann? Um tvö þrep eða tvö stiga-stig?
Athugasemdir
Hluturinn sem að kostaði 100 krónur var hækkaður um 10% ekki prósentustig.
Ef að hámarks verð á hlutnum sé 200kr, og hluturinn verið hækkaður úr kr 100 í 110 þá hefur þú hækkað hlutinn um 5 prósentustig eða 10%.
Ef að stiginn þinn var með 10 þrep, jókst han um 20% ekki "stiga-stig".
Klikkhausinn (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:04
Þakka þér fyrir að svara þessu bulli mínu "Klikkhaus". Það sem ég er í raun að gera, er að gera grín að of og rangnotkun á þessu stigakjaftæði. Dæmi: Af hverju er ekki bara talað um atvinnuástand í stað atvinnustigs? Skilja það ekki allir? Skilurðu?
Kv. Nonni
Nonni, 22.7.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.