Að sjálfsögðu var ég að vinna í gær, 17. júní. Hvað annað?
Veðrið bauð þó upp á að njóta dagsins, alla vega hér suðvestanlands. Og hvað gerist?
Kemur ekki Didda systir með kallinum sínum Valla og stelur mömmu og pabba, í bíltúr. Ekkert smá fallegt af þeim. Því miður gerum við systkinin sennilega ekki nóg af þessu.
Ekið var sem leið lá inn Hvalfjörðinn, Kjósarskarðið og á Þingvelli. Þar var stoppað, fengið sér kaffi og sólskyn og síðan haldið áfram að Geysi. Hann sprautaði reyndar ekki mikið en gladdi samt alla með tilveru sinni. Meira kaffi og sólskyn. Áfram var haldið upp að Gullfossi, stoppað þar smá og svo heim. Í bakaleiðinni var farið suður um og komið við í Eden, (að sjálfsögðu).
Þetta var frábærlega til fundið og gert af þeim ...kornum og gladdi gömlu hjónin, foreldra okkar ósegjanlega mikið.
Takk fyrir Didda og Valli.
Flokkur: Bloggar | 18.6.2008 | 14:03 (breytt kl. 14:08) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.