Ég hef verið að safna svolítið saman ambögum og mismælum sem oltið hafa útúr fólki við hin "ýmsustu" tækifæri. Mikið er að finna á netinu annað heyrir maður sjálfur, sér einhverstaðar á prenti eða er sagt frá. Ekki er alltaf gott að gera greinarmun á ambögu og mismæli og geri ég það ekki hér. Gaman væri ef þú sem lest þetta og kannt og/eða átt í þínum fórum eitthvað sem þú telur að eigi heima í safni mínu, sendir mér það í pósti á netfangið hér neðst á síðunni. Góða skemmtun! - NONNI -
Almennt:
- Það er ekki hundur í hettunni
- Það er ljóst hver ríður rækjum hér
- Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi...
- Hann sat bara eftir með súrt eplið...
- Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
- Svo handflettir maður rjúpurnar...
- Hún nagaði sig í handakrikann
- Mestu handfarir sem riðið hafa yfir Vestmannaeyjar
- Flísarnar eru miklu varanlegri en allt annað
- Falla á mann tvær grímur
- Hellti upp á eina Pizzu
- Fauk saman við yfirmann sinn
- Má ég millileggja þetta á reikninginn ykkar
- Erfitt fyrir fólk með skammtímaþunglyndi
- Ég var svo horuð að ég leit út eins og Sóríasissjúklingur
- Það væri nú til að kóróna alveg mælinn
- Eins og að skvetta eldi
- Það gengur alltaf allt á afturendanum á henni
- Sumir taka alltaf allan rjómann
- Getum ekki horft hvort á aðra
- Kannski þykknar í mér pundið
- Þetta var svona orðatækifæri
- Hún á náttúrulega að fá greitt fyrir afturgengið orlof !
- Skírður eftir höfuðið á honum
- Flokkast undir kynferðislegt álag
- Það er enginn millivegur á þér
- Við verðum að leggja okkur í spor barnanna okkar
- Fór í klippingu og lét rótfylla á sér hárið
- Hjartað hamaðist í höfðinu á henni
- Sérðu snjóhryllingana
- Kemur seint eftir dúk og disk
- Augun voru alveg risastór við hliðina á höfðinu
- VIð verðum að reka okkur vel á
- Ég skal sko troða því niðrí hann
- Reisa sér hurðarás yfir öxlina
- Vissi ekki í hvort skrefið ég ætti að stíga
- Vissi í hvora löppina ég átti að fara
- Málið með vexti
- Vitum aldrei okkar ævi fyrirfram
- Stilla fólki uppfyrir vegg
- Svo var það maðurinn sem spurði vinnufélaga sína, sem vantaði aðstoð hans: "Eruð þið ekki einfærir um þetta tveir"?
- Hann spurði vinnufélaga sinn, sem var í nýjum skóm: "Ertu í nýjum fótskóm"?
- Einhvern tíma var hann að illskast við annan vinnufélaga og sagði: "Á ég að handrota þig"?
- Síðan þegar hann var að segja frægðarsögu af sér: "Ég steytti bara haus framan í hann...".
- Barnið fæddist fyrirfram.
- Öðrum var illt í baksíðunni.
- Kona nokkur var slæm af bjúgbólgum á fótum.
- Annarri var illt í hnakkabakinu (handarbakinu).
- Sjúklingurinn afhvíldist við að fara í bað.
- Unga fólkið deyr snemma en gamla fólkið lifir fram í rauðan dauðann.
- Það var maðurinn sem vaknaði dáinn um morguninn
- Annar sofnaði í baði og konan hans sagði við hann: "Þú hefðir getað vaknað steindauður"!
- Svo var það barnið sem nennti ekki að gera það, sem mamma þess bað það að gera: "Ég er nú ekki með tvær hendur mamma".
- Unglingur var að lesa um atburði á síðustu öld og sagðist vera að lesa um niðurgangsmann
- Svo var það einn óánægður með útlitið og lýsti sér þannig: "maður var með nefin niður úr hárinu....".
- Síðan eru það Nonni og Palli, "þeir eru bréfavinir..... nei áskrifendur.....", sagði vinkona þeirra.
- Það má líka segja frá manninum sem kom af slysó eftir smá slys og sagðist svo frá: "Ég var allur samanskorinn".
- Síðan pabbinn sem sagði við soninn: "Stattu kyrr meðan þú labbar".
- Og starfsmaðurinn sem var staðengill fyrir yfirmann sinn.
- Mér er nú ekkert að landbúnaði...
- Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
- Þessi peysa er mjög lauslát...
- Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á als eggi...
- Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
- Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
- Hann sat bara eftir með súrt eplið...
- Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
- Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast...
- Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti...
- Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
- Svo handflettir maður rjúpurnar...
- Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
- Þarna hefði ég viljað vera dauð fluga á vegg...
- Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér...
- Hann sat bara eftir með súrt eplið...
- Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast....
- Þar stóð hundurinn í kúnni...
- Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
- Þetta er ekki uppí köttinn í Nesi...
- Betur sjá eyru en auga...
- Ég er eitthvað svo sunnan við mig....
- Ég er búinn að vera andvana í alla nótt....
- Róm var ekki reist á hverjum degi...
- Vinsamlegast beinhreinsið vínberin...
- Lærin lengjast sem lifa...
- Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu.
- Einum leik er ekki alveg ólokið.
- Hann sprettur úr skónum.
- Skotið ríður af stað.
- Hann varð að fara af leikvelli í leikhléinu.
- Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann.
- Nú hafa Lakers loksins fengið nýjan nýliða.
- .... og áhorfendur rísa hér úr fætum.
- .... og áhorfendur baula á leikinn.
- Allir leikmenn liðsins eru á annan meter.
- KR-ingar eiga hornspyrnu á mjög hættulegum stað
- Hann missti boltann jafnóðum strax.
- Þeir skora bara í byrjun á fyrstu upphafsmínútu þessa leiks.
- Fyrrverandi sonur þjálfarans er á leið í annað félag.
- Hann skrúfaði boltann bak við hægra eyrað á markmanninum.
- Þeir eru með bandarískan ameríkana.
- Það er hellingur fullt af fólki.
- Weah skallaði hann með höfðinu.
- Fyrst er að geta um konuna, sem lagði bílinn.
- Það var konan sem vildi ekki búa í grennd því að þar var alltaf rigning.
- Önnur fór í stuttermabuxur og vildi síðan keyra jeppa með upphækkuðum dekkjum.
- Hjá einni lágu hlutirnir alltaf á klámbekk.
- Ein fékk sér skósíðar gardínur og mislitt sjónvarp (litasjónvarp).
- Sú sama var að amast yfir strákunum sem óku um á skellitíkum.
- Ein kona var á Flúðum á hverju ári árið 1994 (helgi).
- Önnur var í útilegu en gleymdi að taka með sér svefnpokapumpu.
- Næst þegar ég fer svona seint í bæinn er ég ákveðin í að fara fyrr.
- Betur sjá augu en eyru.
- Kona ein sem flutti í heldur óvistlega kjallaraíbúð sagði vinkonu sinni afsakandi að þetta væri hún aðeins til varabrigða.
- Kona ein segir alltaf lesbínur þegar hún talar um lesbíur.
- Kona ein sagðist hafa fengið sér hælasíðar gardínur og baðsettumott.
- Það er alveg sama hvað hún kaupir mikið í jólamatinn það er aldrei uppí nös á kjöti".
- Svo þurfti hún að hlaupa undir skarðið með vinkonu sinni
- Þegar hún skoðaði fiskflakið hjá samstafskonu sinni, sagði hún: "iiiii greinilega dauður".
- Dóttir hennar er svo ermalöng..... nei handleggjasíð að það er ekki nokkur leið að kaupa á hana peysu.
- Maður hennar var tekinn með vín undir höndunum.
- Hann var svo stór uppá hana, sagði hún um hann.
- Svo var það barnið sem frændfólkið ættleiddi, svertingja með íslensku tali.
- Það var konan sem voru einhverjar vöfflur á með hlutina.
- Hún leyfði dóttur sinni aldrei að horfa á tveggja handa myndir í sjónvarpinu.
- Hún varð fyrir svo miklu sifjaspjalli þegar hún var yngri
- Einn daginn var hún svo þreytt því hún hafði verið andvana alla nóttina
- Annan dag var hún lungað úr deginum að hjóla.
- Eitt skiptið hljóp hún upp um fjöll og fiðrildi.
- Ekki gat hún hugsað sér verri dauðdaga en að verða blind og þá sagði vinkona hennar: "Hugsaðu þér þá að verða heyrnarlaus.
- Ég er alveg stein vöknuð....
- Kona fæddi framfyrir sig og barnið var sett í súrkassa
Íþróttir
Konur:
---------------------------
n1@visir.is
Flokkur: Spaugilegt | 15.8.2008 | 00:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.