Langt yfir skammt

Mig vantaði batterí (rafhlöður) af ákveðinni tegund, svona flöt 3V batterí ; CR2032 , Lithium, er notuð eru í afar sérhæft lítið rafeindatæki.Það eru til margar tegundir af þessum CR20xx batteríum; CR2012, CR2024 og fl. öll af sömu stærð og útliti. Ég veit svo sem hvað V- stendur fyrir en það mun vera Volt, spenna (og/eða þrýstingur) en amp. eða amper mun aftur á máti vera er straumur, (afl og/eða  kraftur) og vita fæstir muninn nema,  ég stoppaði á öllum bensínstöðvum á leið minni til Rvk. frá göngum allt frá  fyrstu Olís sjoppu  á Kjalarnesi, síðan í allar búllur sem mér datt í hug að seldu svona inn til Rvk.”. Allir eða flestir voru verulega almennilegir við mig, en enginn hafði til sölu akkúrat þessa...3ja volta, xxx32 týpu af batteríi, fyrir utan að enginn sem ég spurði vissi fyrir hvað þetta CR...dæmi stendur. Nema, eftir að hafa þrætt flestar verslanir sem mér datt í hug, fór ég í BT. Þar tekur á móti mér ungur piltur sem segir mér að ég sé sennilega sá fimmti bara í þessari viku sem kemur og spyr eftir akkúrat þessari gerð af batteríum, nei, því miður þau eru ekki til. Prófaðu að fara í Íhluti í Skipholti, sagði hann hvað ég og gerði. Þar var alveg frábær karl, trúlega eigandinn sem tók á móti mér. Auðvitað tjáði ég honum raunir mínar í leit minni að þessum *.+# batteríum. Og hvað segir karlinn: „Hvað heldur þú að þú sért búinn að eyða mörgum batterísverðum í bensín með þessum rúnti þínum, ef þetta er ekki til hér er þetta ekki til. Þú áttir að koma hingað straks!“  Rétt hjá karli, allt full af öllu og nóg af því. Þessi verslun heitir ekki -Íhlutir- fyrir ekki neitt. Snilld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband