1. og 2. Jónas

#1

Jónas og Guðmundur fóru á gæsaveiðar. Þeir tóku skotfæri, riffla, haglabyssur og Snata, hundinn hans Jónasar.

Eftir langa bið sáu þeir hvar flokkur gæsa kom fljúgandi. Þeir rifu upp skotfærin og skutu af öllum lífs og sálar kröftum. Að lokum hitti Jónas eina gæs, en hún datt út í mitt vatn sem var þarna nálægt. "Sjáðu þetta, Guðmundur," sagði hann. "Snati! Sæktu gæsina!". Snati tók viðbragð, hljóp niður að vatninu og síðan út á það. Í stað þess að synda þá hljóp hann á vatninu þar til hann kom að gæsinni. Hann tók hana í skoltinn og hljóp með hana að landi og til Jónasar. Þar lét hann gæsina detta við fætur húsbóna síns og fékk klapp að launum.

"Sástu þetta?" sagði Jónas.

"Já," sagði Guðmundur, "hundurinn þinn kann ekki að synda!!"

#2

smelling

Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og var að fá sér að borða þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni. Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jónas bauð honum að prófa sig.

Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi. Jónas þefaði vel af diskinum og sagði svo "Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!"

Þjónninn varð forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi. "Blandað grænmeti!" sagði Jónas.

Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann til Jónasar. Jónas þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo "Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Mestaleyti að vinna hérna?"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband