Ég skrapp á tónleikana hans Dylan's í kvöld. Þvílík upplifun. Ekki spillti fyrir mér að standa við hlið gamals vinar míns og Dylan sérfræðings og aðdáanda No.1, ...Óla Matt. Því verður vart líst með orðum fyrir þeim er ekki voru þarna þvílíkur viðburður þetta var. Það er svo sem ljóst að Dylan er mesti textasamsetningarsuðukall sem fyrir finnst í þessum bransa, með fullri virðingu fyrir Megasi.
En þrátt fyrir að þekkja og meta Dylan nokkuð vel og mikið (þó ekki eigi ég allar 42 plöturnar hans) þá sló þessi trommari hans mig alveg út af laginu. Svona trommar enginn maður með fjóra útlimi og þar af bara tvær hendur, (allavega sá ég bara tvær þó ég hafi heyrt í sex). Hvað um það, ...Frábært!
Trommarinn; George Receli
http://expectingrain.com/dok/who/r/receligeorge.shtml
Annað sem ég fann um Bob Dylan, satt eða fremur logið. Með öllu óstaðfest, en svona er það:
Bob Dylan, vinsælasti og áhrifamesti lagahöfundur okkar tíma, maðurinn sem flutti göturokkið inn í tónleikahallirnar, tók á móti heiðurs Pulitzer verðlaunum á mánudaginn var. (07.04.08). Voru honum veitt þau fyrir afgerandi áhrif hans á popptónlistina ásamt ameríska menningu er einkennist af ljóðrænni tónsköpun hans ásamt einstökum skáldlegum krafti.
Enska útgáfan:
Bob Dylan, the most popular and influential songwriter, who has brought rock from the streets to the lecture hall, received an honorary Pulitzer Prize on Monday. It has been cited for his "profound impact on popular music and American culture, marked by lyrical compositions of extraordinary poetic power".
Flokkur: Bloggar | 27.5.2008 | 01:51 (breytt kl. 02:08) | Facebook
Athugasemdir
Dylan var flottur
Hólmdís Hjartardóttir, 27.5.2008 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.