Hjátrú um börn

  Hvaðan koma börnin? Útlit barna og fyrstu viðbrögð eftir fæðingu.

Áður fyrr var þeim sem ungir voru að árum stundum sagt að nýfædd börn kæmu úr stórum steinum, uppsprettum, ám eða vötnum sem voru í nágrenni heimilisins.

Seinna var svo farið að segja börnum að systkinin nýfæddu hefðu verið keypt úti í búð eða á sjúkrahúsinu. Ef nýfædd barn grætur mikið er það merki um gáfur eða sönghæfileika, að minnsta kosti hraustleikamerki.

  • Barn sem mikið horfir upp fyrir sig verður skammlíft, langlíft það sem mikið hnerrar.
  • Ef barn breiðir út hendurnar svo að sér í lófana verður það einfeldingur en steyti barnið hnefana verður það hyggið.
  • Ef barn fæðist með tennur þykir það benda til skáldskapargáfu. Þá er sagt að það hafi skáldagemlur. Pétursspor geta bent til hins sama. Hrukkur á enni er enn eitt skáldskapareinkennið. Hátt enni er gáfnamerki og sveipir í hári boðagott en spékoppar bera vitni um glaðlyndi. Ef barn er sambrýnt er það vernd gegn öllu illu. Litur augna getur einnig sagt sína sögu. Gráeygð börn eru grimmlynd, móeygð mislynd og bláeygð blíðlynd.
  • Þeir sem snemma muna eftir sér verða langlífir.

Til verndar nýfæddu barni

Þjóðtrúin gerir ráð fyrir því að hvarvetna í kringum okkur geti leynst ill  öfl af margvíslegu tagi sem sífellt sitja um að gera mönnum eitthvað til  miska eða reynda að ná þeim á sitt vald. Þetta á ekki síst við óskírð börn og þess vegna verður að gæta þeirra sérstaklega vel. Þjóðtrúin kennir  okkur að eftir að börn hafa tekið tennur sé þeim nokkurn veginn óhætt. 

      Hætta var á að huldukonur skiptu á vöggubörnum og gömlum og afskræmdum

      körlum eða kerlingum úr sínum hópi. Börn sem þannig hafði verið skipt á

      voru nefnd umskiptingar. Þau voru mjög ódæl, þroskuðust ekki eins og önnur

      börn og voru einkennileg í útliti, oft eins og gamlingjar.

      Víða um heim finnst sú hjátrú að setja eitthvað til verndar börnum í eða

      hjá vöggum. Algengastir eru hlutir úr járni, t.d. nálar, skeifur, skæri,

      krossar, verndarsteinar eða guðsorð. Nú á dögum eru krossar algengastir

      verndargripir sem kornabörnum eru gefnir, t.d. vinsælar skírnargjafir.

      Það má ekki ...

      Sagt var að börn sem blótuðu eða skrökvuðu að svartur blettur, blöðrur eða

      bólur kæmu á tunguna á þeim.

      Börnum var bannað að sveifla priki kringum sig eða henda steinum út í

      loftið því þá gátu álfar eða aðrar huldar verur orðið fyrir þeim.

      Börn mega ekki skrifa áður en þau læra að þekkja stafina eða teikna myndir

      sem þau þekkja ekki því það geta orðið galdrastafir, svo magnaðir að þau

      skrifi sig til skrattans.

      Ekki mega börn ganga aftur á bak því þá ganga þau móður sína í gröfina,

      ekki ganga með hendur fyrir aftan bak, þá teyma þau skrattann, ekki velta

      sér ofan brekku, það ruglar heilann eða veldur garnaflækju.

      Ef börn gretta sig framan í spegil, sprengja pappírspoka, sitja auðum

      höndm, skella í góm, spila við sjálf sig eða hafa í frammi aðra ósiði er

      sagt að þau skemmti skrattanum og það ber þeim auðvitað að forðast.

      Um miðja 20. öldina var börnum bannað að blikka ljósum í húsum vegna þess

      að þá kæmu Rússarnir

      Lengi var til siðs að signa börn eftir að búið var að lauga þau og færa

      móður sinni. Þá hefur einnig tíðskast fram á okkar daga að signa börn

      þegar þau eru þvegin, á þeim skipt eða þau færð í nýja flík.

      Önnur hjátrú um börn

      Ekki skal gefa börnum lifur fyrr en þau geta sagt lifur því annars geta

      þau ekki sagt l. þeim gefinn nautsheili að borða verða þau nautheimsk.

      Ef börn leika sér að því að kveikja í hríslum eða smáspýtum og veifa þeim

      til og frá pissa þau undir næstu nótt.

      Ekki má sýna ungum börnum spegil því þá gróa ekki saman á þeim hausamótin.

      Börn hætta að vaxa;

      - ef klipptar eru á þeim neglur eða hár fyrsta árið

      - ef þeim er hleypt út um glugga og ekki tekin inn um hann aftur

      - ef snældu er snúið niður í höfuð þeirra

      - ef þau klippa mat sinn með skærum

      - ef þeim er gefin endasneið af smjöri að borða

      - ef þau eru dregin í gegnum vefstól

      - ef þau borða krít

      - ef þau borða kertavax

 

      Heimild: Sjö - níu - þrettán. Hjátrú Íslendinga í daglega lífinu.

                       Símon Jón Jóhannesson tók saman. 1995. Vaka - Helgafell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband