HP Scanjet, 3770. Vá, maður, ekkert smá fallegur skanni, rjómahvítur og grár með blá-glæru loki. Bara djásn, og svo gerði hann líka allt sem ég vildi, ...þangað til... &#*$ -tölvan mín hrundi. Sjokk í nokkra daga eða þar til við, bíllinn minn og ég, röltum á ný í aðra verslun og keyptum okkur nýja tölvu ...með Windows Vista. Uhh...
Þetta vildi fallegi rjómahvíti og grái skanninn minn með blá-glæra lokinu ekki sætta sig við. Hann bara neitaði ...alveg. Þegar ég setti diskinn með hugbúnaðinum í, fraus vélin ...með Windows Vista. Uhh... Ég gat ekki einusinni slökkt á henni og varð því að taka hana úr sambandi til að geta síðan endurræst hana. Windows Vista. Uhh... Ok, þá. Ég hafði bara samband við Huldu "HP" sem tjáði mér stutt og laggott að þeir þjónustuðu ekki lengur þennan skanna og rekklar (drivers) fyrir WV yrðu ekki framleiddir. Þessi týpa gengi því aðeins undir XP og Mac OS. Punktur. Hvað getum við lært af þessu jú,
-heimsk pör eignast heimsk afkvæmi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.