Í gær (miðvikudaginn 2. apríl) fór Óttar vinur minn í höfuðaðgerðina úti í Osló. Ég man þegar hann var að kvarta yfir þessum höfuðverk, árum saman og þrauta göngunni hérna heima á milli lækna sem aldrei fundu út úr hvað var að. Það var bara hreint út sagt fáránlegt eins og við teljum okkur eiga góða lækna. Svo flytur hann til Noregs og læknar þar finna þetta straks. Það var ekkert smá sem mér brá þegar ég frétti hvað þetta var alvarlegt.
En núna er aðgerðin væntanlega búin og hefur gengið vel. Ég vona að þú lesir þetta fljótlega Óttar og hafir samband við fyrsta tækifæri. Gangi þér vel kallinn minn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.