Hvað er eiginlega að sumum?
Einn vinnufélagi minn var að vinna á stórum lyftara í dag. Hann var búinn að djöflast á honum í einhverja klukkutíma þegar við tókum eftir að hann var farinn að aka utan í eitt og annað og, það sem vakti ekki minni eftirtekt, hann var með þurrkurnar á, ...innanhúss. Var maðurinn að snapsa sig í vinnunni eða hvað?
Við þorðum ekki annað en nálgast vélina varlega til að gá hverju þetta sætti. Kom þá í ljós að komið hafði gat á glussaslöngu á gálganum beint fyrir framan hann sem úðaði glussanum yfir alla vélina en mest þó beint á farmrúðuna.
Þegar honum var bent á að stöðva, þóttist hann fyrst ekkert skilja og eftir að honum var gerð grein fyrir að svona væri ekki hægt að nota vélina, varð hann alveg undrandi á veseninu á okkur en sættist loks á að rétt væri að fara með verkfærið til viðgerðar.
Þarf að taka fram að viðkomandi er ekki af íslensku bergi brotinn?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.