Stærstu mistökin

  Fyrir fimm árum tók ég mig til og opnaði mína eigin vefsíðu. Að sjálfsögðu var ég ekkert sérlega duglegur við að uppfæra hana en samt...

Á þeim tíma (og er reyndar enn), var boðið uppá að setja upp svona síður fyrir lítinn pening á einfaldan hátt. Þó ekki væri verra að kunna eitthvað fyrir sér í vefsíðugerð var og er, afar auðvelt að koma sér upp síðum með þessu móti. Formið er staðlað, einskonar skapalon ekki ósvipað og bloggsíðu færslur eru í dag. Ég valdi að vera með mína síðu hjá velkomin.is".

 Ég datt niður á svo snjallt lénsnafn fyrir mig að ég hannaði meira að segja logo fyrir það byggt á stafagerðinni; Magneto.  Ég lagði heilmikla vinnu í að „Photoshoppa"  það svo það liti vel út en notaði það aldrei, því miður.

Ég athugaði að gamni hvort þetta lénsnafn  væri laust sem .is.  Og hvort það var. Ekki málið, en þar sem mér fannst ég ekki hafa verið nógu duglegur að halda síðunni minni við og kostnaður við .is dæmi er miklu dýrari kostur, lét ég aldrei verða af því að sækja um það og fá það skráð.

Það eru klárlega mestu mistök sem ég hef gert á ævinni.   Ég væri núna að drekka kampavín um borð í skemtisnekkju, einhverstaðar í Karíbahafinu með þið vitið a.m.k. tvær + Smile á feisinu, hefði ég séð þetta fyrir. En, Sick. Þarna sannast enn og aftur "að hika er að tapa".

Fyrir um hálfu ári síðan var haft samband við mig af forsvarsmanni velkomin.is og mér tjáð að þau væru hætt að veita þessa þjónustu og yrði síðunni lokað og eitt. Boðið var uppá að vista fyrir mig öll gögn er inná henni væru inná disk og senda mér að kostnaðarlausu.

Þar sem ég á öll gögn er þarna birtust, sjálfur á diskum, afþakkaði ég það boð. Ég kíki reyndar öðru hverju á gömlu slóðina mína og viti menn, síðan mín er þarna ennþá. Það sem þó hefur breyst er, að ég get ekki lengur unnið með hana. Þeim aðgangi hefur verið lokað. Að sjálfsögðu fór samsæriskenning í gang í höfði mínu straks af stað. Allt féll þetta heim og saman. Velkomin.is er enn starfandi þrátt fyrir að mér hafi verið sagt annað. Hvert er málið?

Klárt, ekkert annað en nafnið.

Og hvað er nafnið?

Jú, það sama og ég nota fyrir bloggið mitt og tvö netföng.

N1

Sjáið þið samhengið?

Fyrir forvitna  má skoða „ennþá" gömlu vefsíðuna mína á:

http://www.velkomin.is/N1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband