Systur, skór og Kína

Þegar Didda kom í heimsókn á fimmtudaginn var, sýndi ég henni í Mbl. -seinni hluta skrifa Víkverja þann daginn. (Eftir farandi er því tekið orðrétt upp úr Mbl. 28.02.08).

  „Víkverji segir skófarir sínar ekki sléttar. Eftir mikla leit fann hann þessa fínu kuldaskó í Steinari Waage sem bæði voru smart og þægilegir. Víkverji var svo ánægður að hann vildi helst ekki úr skónum fara, nema þá helst, áður en hann fór upp í nýja rúmið sitt. En gleðin var skamm-vinn. Haldið til að renna rennilásnum upp og niður datt fljótlega af báðum skónum svo Víkverji komst illa í þá og úr. Síðan losnaði innlegg í öðrum skónum og Víkverji dreif sig því með þá aftur í búðina. Þar var engu líkara en það væri Víkverji sjálfur sem væri til ama en ekki skórnir. Engu að síður fékk Víkverji skóna fljótt aftur í fínu ásigkomulagi. Þeir minnkuðu þó eilítið, sem Víkverji hafði sagt að myndi ekki koma að sök, en því fylgdi sú óheppni að Víkverji fékk hælsæri sem þróaðist út í einhverskonar kúlu svo engu líkara er en að hællinn á Víkverja sé óléttur. Síðan hafa renniláshöldin dottið tvisvar af og Víkverji sér fram á að þurfa að fara þriðju ferðina í búðina með rándýru skóna sína. Sem betur fer sefur Víkverji vel, annars myndi þetta fara í skapið á honum“. 

Þegar hún hafði lesið þetta spurði ég: „gæti það ekki passað“?  „Jú, ekki spurning, þetta hefur verið Dóra“, svaraði hún og bætti við, með ákveðni; „ég er alveg viss um að þetta hefur verið hún“. Þar með var þetta mál klárað af okkar hálfu. Nema hvað, kemur ekki Dóra bara í heimsókn í dag. Hún hafði nú ekki lesið þetta sjálf (er samt áskrifandi að Mogganum), svo ég sýndi henni skrifin. Hún horfði upp og til vinstri, (þið vitið að við lýtum til vinstri þegar við reynum að rifja eitthvað upp, en til hægri ef við erum að ljúga),  ...og sagði: „hei, ég man eftir þessu atviki“. OK, staðfest.

 

Gunna og Mundi komu heim frá Kína í dag (gær). Enginn smá flottur jakki sem kallin hefur keypt sér þar. Bara öfund. Á eftir að skoða í töskurnar hennar Gunnu. Merkilegt samt, ég sá ekki mikla skáeyju í augum hans, kannski bara vottur um vanan heimshornaflakkara.  Svo gaf hann mér prjóna, en ekkert garn...? Hann sagði mér að í Kína væri hægt að prútta um ALLT. Ok, ég þekki það svo sem, en þá bætti hann við, „það er líka hægt að prútta um verð í Ríkinu hjá þeim“.  ...OK., ok... Spjalla betur við þau á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband