Yfirleitt er mér ekkert illa við snjóinn svo framarlega sem hann er ekki verulega fyrir mér en það er hann búinn að vera í dag. Í morgun var bílinn minn í kafi í skafli. Ég þurfti að byrja á að moka mér braut að honum til að geta svo fundið hann þarna innaní hvítunni og mokað hann lausan. Fyrst ég var nú byrjaður með skófluna hvort sem var og átti þar að auki von á Diddu í heimsókn fékk ég umhyggjukast og mokaði fyrir hana braut frá útidyrum og langt út á plan. Kemur svo skessan, staurblind og leggur við hliðina á brautinni, öfugu megin og beint út í skafl. Snjórinn náði henni upp að hné þegar hún steig út úr bílnum. Sumu fólki er bara ekki gægt að bjarga. Sú fékk líka að heyra það. Svo mokaði ég náttúrulega fyrir ruslakarlinn líka eins og góðum þegn sæmir en auðvitað býst ég ekkert við honum fyrr en snjóa leysir. Það væri eftir öðru. bara kátur.
Flokkur: Bloggar | 28.2.2008 | 16:13 (breytt kl. 16:15) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.