Færsluflokkur: Spaugilegt
Ég hef verið að safna svolítið saman ambögum og mismælum sem oltið hafa útúr fólki við hin "ýmsustu" tækifæri. Mikið er að finna á netinu annað heyrir maður sjálfur, sér einhverstaðar á prenti eða er sagt frá. Ekki er alltaf gott að gera greinarmun á ambögu og mismæli og geri ég það ekki hér. Gaman væri ef þú sem lest þetta og kannt og/eða átt í þínum fórum eitthvað sem þú telur að eigi heima í safni mínu, sendir mér það í pósti á netfangið hér neðst á síðunni. Góða skemmtun! - NONNI -
Almennt:
- Það er ekki hundur í hettunni
- Það er ljóst hver ríður rækjum hér
- Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi...
- Hann sat bara eftir með súrt eplið...
- Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
- Svo handflettir maður rjúpurnar...
- Hún nagaði sig í handakrikann
- Mestu handfarir sem riðið hafa yfir Vestmannaeyjar
- Flísarnar eru miklu varanlegri en allt annað
- Falla á mann tvær grímur
- Hellti upp á eina Pizzu
- Fauk saman við yfirmann sinn
- Má ég millileggja þetta á reikninginn ykkar
- Erfitt fyrir fólk með skammtímaþunglyndi
- Ég var svo horuð að ég leit út eins og Sóríasissjúklingur
- Það væri nú til að kóróna alveg mælinn
- Eins og að skvetta eldi
- Það gengur alltaf allt á afturendanum á henni
- Sumir taka alltaf allan rjómann
- Getum ekki horft hvort á aðra
- Kannski þykknar í mér pundið
- Þetta var svona orðatækifæri
- Hún á náttúrulega að fá greitt fyrir afturgengið orlof !
- Skírður eftir höfuðið á honum
- Flokkast undir kynferðislegt álag
- Það er enginn millivegur á þér
- Við verðum að leggja okkur í spor barnanna okkar
- Fór í klippingu og lét rótfylla á sér hárið
- Hjartað hamaðist í höfðinu á henni
- Sérðu snjóhryllingana
- Kemur seint eftir dúk og disk
- Augun voru alveg risastór við hliðina á höfðinu
- VIð verðum að reka okkur vel á
- Ég skal sko troða því niðrí hann
- Reisa sér hurðarás yfir öxlina
- Vissi ekki í hvort skrefið ég ætti að stíga
- Vissi í hvora löppina ég átti að fara
- Málið með vexti
- Vitum aldrei okkar ævi fyrirfram
- Stilla fólki uppfyrir vegg
- Svo var það maðurinn sem spurði vinnufélaga sína, sem vantaði aðstoð hans: "Eruð þið ekki einfærir um þetta tveir"?
- Hann spurði vinnufélaga sinn, sem var í nýjum skóm: "Ertu í nýjum fótskóm"?
- Einhvern tíma var hann að illskast við annan vinnufélaga og sagði: "Á ég að handrota þig"?
- Síðan þegar hann var að segja frægðarsögu af sér: "Ég steytti bara haus framan í hann...".
- Barnið fæddist fyrirfram.
- Öðrum var illt í baksíðunni.
- Kona nokkur var slæm af bjúgbólgum á fótum.
- Annarri var illt í hnakkabakinu (handarbakinu).
- Sjúklingurinn afhvíldist við að fara í bað.
- Unga fólkið deyr snemma en gamla fólkið lifir fram í rauðan dauðann.
- Það var maðurinn sem vaknaði dáinn um morguninn
- Annar sofnaði í baði og konan hans sagði við hann: "Þú hefðir getað vaknað steindauður"!
- Svo var það barnið sem nennti ekki að gera það, sem mamma þess bað það að gera: "Ég er nú ekki með tvær hendur mamma".
- Unglingur var að lesa um atburði á síðustu öld og sagðist vera að lesa um niðurgangsmann
- Svo var það einn óánægður með útlitið og lýsti sér þannig: "maður var með nefin niður úr hárinu....".
- Síðan eru það Nonni og Palli, "þeir eru bréfavinir..... nei áskrifendur.....", sagði vinkona þeirra.
- Það má líka segja frá manninum sem kom af slysó eftir smá slys og sagðist svo frá: "Ég var allur samanskorinn".
- Síðan pabbinn sem sagði við soninn: "Stattu kyrr meðan þú labbar".
- Og starfsmaðurinn sem var staðengill fyrir yfirmann sinn.
- Mér er nú ekkert að landbúnaði...
- Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
- Þessi peysa er mjög lauslát...
- Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á als eggi...
- Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
- Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
- Hann sat bara eftir með súrt eplið...
- Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
- Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast...
- Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti...
- Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
- Svo handflettir maður rjúpurnar...
- Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
- Þarna hefði ég viljað vera dauð fluga á vegg...
- Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér...
- Hann sat bara eftir með súrt eplið...
- Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast....
- Þar stóð hundurinn í kúnni...
- Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
- Þetta er ekki uppí köttinn í Nesi...
- Betur sjá eyru en auga...
- Ég er eitthvað svo sunnan við mig....
- Ég er búinn að vera andvana í alla nótt....
- Róm var ekki reist á hverjum degi...
- Vinsamlegast beinhreinsið vínberin...
- Lærin lengjast sem lifa...
- Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu.
- Einum leik er ekki alveg ólokið.
- Hann sprettur úr skónum.
- Skotið ríður af stað.
- Hann varð að fara af leikvelli í leikhléinu.
- Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann.
- Nú hafa Lakers loksins fengið nýjan nýliða.
- .... og áhorfendur rísa hér úr fætum.
- .... og áhorfendur baula á leikinn.
- Allir leikmenn liðsins eru á annan meter.
- KR-ingar eiga hornspyrnu á mjög hættulegum stað
- Hann missti boltann jafnóðum strax.
- Þeir skora bara í byrjun á fyrstu upphafsmínútu þessa leiks.
- Fyrrverandi sonur þjálfarans er á leið í annað félag.
- Hann skrúfaði boltann bak við hægra eyrað á markmanninum.
- Þeir eru með bandarískan ameríkana.
- Það er hellingur fullt af fólki.
- Weah skallaði hann með höfðinu.
- Fyrst er að geta um konuna, sem lagði bílinn.
- Það var konan sem vildi ekki búa í grennd því að þar var alltaf rigning.
- Önnur fór í stuttermabuxur og vildi síðan keyra jeppa með upphækkuðum dekkjum.
- Hjá einni lágu hlutirnir alltaf á klámbekk.
- Ein fékk sér skósíðar gardínur og mislitt sjónvarp (litasjónvarp).
- Sú sama var að amast yfir strákunum sem óku um á skellitíkum.
- Ein kona var á Flúðum á hverju ári árið 1994 (helgi).
- Önnur var í útilegu en gleymdi að taka með sér svefnpokapumpu.
- Næst þegar ég fer svona seint í bæinn er ég ákveðin í að fara fyrr.
- Betur sjá augu en eyru.
- Kona ein sem flutti í heldur óvistlega kjallaraíbúð sagði vinkonu sinni afsakandi að þetta væri hún aðeins til varabrigða.
- Kona ein segir alltaf lesbínur þegar hún talar um lesbíur.
- Kona ein sagðist hafa fengið sér hælasíðar gardínur og baðsettumott.
- Það er alveg sama hvað hún kaupir mikið í jólamatinn það er aldrei uppí nös á kjöti".
- Svo þurfti hún að hlaupa undir skarðið með vinkonu sinni
- Þegar hún skoðaði fiskflakið hjá samstafskonu sinni, sagði hún: "iiiii greinilega dauður".
- Dóttir hennar er svo ermalöng..... nei handleggjasíð að það er ekki nokkur leið að kaupa á hana peysu.
- Maður hennar var tekinn með vín undir höndunum.
- Hann var svo stór uppá hana, sagði hún um hann.
- Svo var það barnið sem frændfólkið ættleiddi, svertingja með íslensku tali.
- Það var konan sem voru einhverjar vöfflur á með hlutina.
- Hún leyfði dóttur sinni aldrei að horfa á tveggja handa myndir í sjónvarpinu.
- Hún varð fyrir svo miklu sifjaspjalli þegar hún var yngri
- Einn daginn var hún svo þreytt því hún hafði verið andvana alla nóttina
- Annan dag var hún lungað úr deginum að hjóla.
- Eitt skiptið hljóp hún upp um fjöll og fiðrildi.
- Ekki gat hún hugsað sér verri dauðdaga en að verða blind og þá sagði vinkona hennar: "Hugsaðu þér þá að verða heyrnarlaus.
- Ég er alveg stein vöknuð....
- Kona fæddi framfyrir sig og barnið var sett í súrkassa
Íþróttir
Konur:
---------------------------
n1@visir.is
Spaugilegt | 15.8.2008 | 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spaugilegt | 14.8.2008 | 11:03 (breytt kl. 11:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frændi minn sendi mér þennan. Nokkuð góður en frekar "nastí"
Hjónin ákváðu að fara í sólarlandaferð. Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkrum dögum seinna svo eiginmaðurinn fór á undan. Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í póstfanginu og lenti pósturinn því óvart hjá nýorðinni ekkju er fyrr um daginn hafði jarðað manninn sinn. Veslings konan var rétt að jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn sinn til að líta eftir samúðarkveðjum... er við henni blasti bréfið.
Þegar sonur ekkjunnar kom heim stuttu seinna, lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og stóð eftirfarandi ritað yfir skjáinn:
Til:Konunnar sem varð eftir.
Frá:Manninum sem fór á undan.
Efni: Er kominn á áfangastað
Elskan, er komin á staðinn heill á húfi. Er einnig búin að kynna mér allar aðstæður
og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. Ástarkveðjur, þinn ástkæri eiginmaður.
P.S. Fjandi er heitt hérna niðurfrá.
Spaugilegt | 13.7.2008 | 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#1
Jónas og Guðmundur fóru á gæsaveiðar. Þeir tóku skotfæri, riffla, haglabyssur og Snata, hundinn hans Jónasar.
Eftir langa bið sáu þeir hvar flokkur gæsa kom fljúgandi. Þeir rifu upp skotfærin og skutu af öllum lífs og sálar kröftum. Að lokum hitti Jónas eina gæs, en hún datt út í mitt vatn sem var þarna nálægt. "Sjáðu þetta, Guðmundur," sagði hann. "Snati! Sæktu gæsina!". Snati tók viðbragð, hljóp niður að vatninu og síðan út á það. Í stað þess að synda þá hljóp hann á vatninu þar til hann kom að gæsinni. Hann tók hana í skoltinn og hljóp með hana að landi og til Jónasar. Þar lét hann gæsina detta við fætur húsbóna síns og fékk klapp að launum.
"Sástu þetta?" sagði Jónas.
"Já," sagði Guðmundur, "hundurinn þinn kann ekki að synda!!"
#2
Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og var að fá sér að borða þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni. Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jónas bauð honum að prófa sig.
Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi. Jónas þefaði vel af diskinum og sagði svo "Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!"
Þjónninn varð forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi. "Blandað grænmeti!" sagði Jónas.
Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann til Jónasar. Jónas þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo "Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Mestaleyti að vinna hérna?"
Spaugilegt | 28.5.2008 | 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú segir af Henry Ford bílakóngi. Henry deyr og fer rakleiðis til himna.
Við hlið himnaríkis heilsar Lykla-Pétur honum og segir:
Jæja, þú hefur nú verið sniðugur og góður strákur, og uppfinning þín, færibandið í bílaiðnaðinum hún gerbreytti heiminum.
Í þakklætisskyni geturðu farið um að vild hér í himnaríki og hitt hvern sem er.
Henry hugsar sig um og segir svo:
Mig langar að hitta Guð sjálfan. Og Pétur fer með Henry að hásætistróninum og kynnir hann fyrir Guði.
Henry spyr guð síðan: Þegar þú fannst upp konuna - hvað varstu þá að hugsa?.
Guð spyr á móti: Hvað meinarðu? -
Sko, segir Ford, það eru nokkrir meiriháttar hönnunargallar á uppfinningu þinni.
1. Það er alltof mikil frambygging.
2. Hún talar alltof mikið á miklum hraða.
3. Viðhald og viðgerðarkostnaður er ógurlega mikill.
4. Hún þarfnast stöðugt endurmálunar og snyrtingar.
5. Hún er í ólagi 5-6 daga á fjögurra vikna fresti.
6. Afturendinn vaggar alltof mikið til og frá.
7. Inntakið er alltof nærri púströrinu.
8. Höfuðljósin eru oftast alltof lítil.
9. Eldsneytiseyðsla er alveg hrikaleg.-
Hmm, svarar guð, bíddu augnablik og fer yfir í hvelfinguna þar sem ofurtölvan er, slær inn nokkur lykilorð og bíður eftir niðurstöðum. Á skömmum tíma prentar tölvan út skýrslu og guð les hana.
Hann snýr sér síðan að Ford og segir:
Það getur vel verið að uppfinning mín sé gölluð en samkvæmt þessum upplýsingum þá "aka" miklu fleiri minni uppfinningu en þinni
Kannski ekki Ford en flottur samt.
Spaugilegt | 24.5.2008 | 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir stutta umhugsun, ákvað Jói að samþykkja seinni kostinn. Svarti björninn sinnti þörfum sínum vel og rækilega. Þótt Jói væri aumur í tvær vikur, náði hann sér þó og hét að ná fram hefndum. Hann fór því í aðra ferð til Alaska þar sem hann fann þennan sama svarta björn og skaut hann til bana. Púðurlyktin var ekki horfin er komið var við öxlina á honum. Í þetta skipti var það risavaxinn skógarbjörn sem stóð við hliðina á honum. Skógarbjörninn sagði: "þetta voru verulega slæm mistök hjá þér, Jói, ...þetta var stórfrændi minn og núna hefurðu aftur tvo möguleika. Annaðhvort lem ég þig til dauða eða við stundum afar gróft kynlíf." Jói sig hugsaði aftur um og ákvað að þótt illt væri, væri lífið þó skárra en dauðinn. Hann valdi því aftur seinni kostinn.
Þótt hann hafi lifað þetta af tók það þó marga mánuði fyrir Jóa að ná sér í þetta skipti.
En, núna var Jói orðinn gersamlega brjálaður. Hann fór því enn eina ferðina til Alaska, tókst að finna skógarbjörninn og skaut hann til bana.
Hann fann fyrir yndislegri sælutilfinningu eftir að hafa náð fram þessum grimmilegu hefndum, en, örfáum augnablikum seinna var enn á ný bankað á öxlina á honum.
Hann sneri sér við og sá sér til skelfingar, risastórann ísbjörn.
Ísbjörninn leit á hann aumkunarverðum augum og sagði:
"Viðurkenndu það Jói,... þú kemur ekki hingað til að veiða, er það?"
Spaugilegt | 24.5.2008 | 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Ísafirði upp aftarlega í vélinni. Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig..
Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. ...-Hún tók andköf...
Þá, sagði hann... !
STRAUJAÐU ÞESSA OG FÆRÐU MÉR BJÓR".
Spaugilegt | 24.5.2008 | 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Froskur kom inn í banka og talaði við þjónustufulltrúa. Hann sá á nafnspjaldinu hennar að að hún hét Patricia Whack. -Ungfrú Whack", sagði hann, Mig langar að taka 30,000 dollara lán til að geta farið í frí", sagði froskurinn.
Pattie horfði á froskinn vantrúuð og spurði hann að nafni. Hann sagist heita Kermit Jagger og pabbi hans væri Mick Jagger, og það væri í fínu lagi því hann þekkti bankastjórann.
Pattie útskýrði að hann þyrfti ábyrgðarmann sem tryggingu fyrir láninu.
Froskurinn sagði: Auðvitað, ég hef þetta, og sýndi lítið postulínssvín, um tveggja sentimetra hátt, skær bleikt og fullkomlega formað.
Pattie varð hvumsa við og útskýrði að hún yrði að ráðgast við bankastjórann og fór við svo búið inn í bakherbergi.
Þar hitti hún bankastjórann og sagði, Það er hér froskur sem heitir Kermit Jagger,
hann segist þekkja þig og vill fá 30,000 dollara lánaða og hann vill að við tökum þetta sem tryggingu", og hún sýndi honum bleika svínið. Ég meinaða, hvað í veröldinni er þetta? spurði Pattie.
Bankastjórinn leit aðúlegur á hana og sagði . þetta er Knick-Knack, Pattie Whack. Láttu froskinn fá lánið, pabbi hans er í Stones".
Spaugilegt | 3.5.2008 | 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú líður brátt að sauðburði og þá er bara skemtilegt að rifja þessa nýju skilgreiningu á "fjár" sýslu upp!
Að bera fé = Afklæða kind, (rýja)
Afla fé = Kindur sem stunda veiðiskap.
Áhættufé = Fífldjarfar sauðkindur.
Eigið fé = Kindur sem maður á sjálfur.
Fégirnd = Afbrigðileg kynhneigð (að girnast sauðfé).
Fégræðgi = Að ver einstaklega sólgin í sauðaket.
Féhirðir = Smali.
Félag = Lag sem samið er um sauðfé.
Félagi = Sá sem leggur lag sitt við sauðfé.
Félegur = Eins og sauður.
Féleysi = Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki.
Fjárdráttur = Samræði við kind.
Fjárhagur = Einhver sem er afar laginn við sauðfé.
Fjárhirslur = Geymslur fyrir sauðfé.
Fjárlög = Mörg lög sem samin eru um sauðfé.
Fjármagn = Þegar margar ær koma saman.
Fjármál = Tungumál sauðkinda/jarm - tóndæmi.
Fjármálaráðherra = Yfirsmali.
Fjármunir = Lausamunir í eigu sauðkinda.
Fjárnám = Skóli fyrir kindur.
Fjárplógstarfsemi = Jarðyrkja þar sem sauðfé er beitt fyrir plóg
Fjársöfnun = Smalamennska
Fjárútlát = Þegar ærnar eru settar út á vorin
Fjárvarsla = Það að geyma kindur
Fjárveitingar = Þegar boðið er upp á sauðaket í matarboðum
Fjáröflun = Smalamennska.
Spaugilegt | 11.4.2008 | 10:40 (breytt 12.4.2008 kl. 15:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20 "Góðar" ástæður hversvegna bjór er betri en kona.
1. Þú getur notið bjórsins allan mánuðinn.
2. Bjórblettur þvæst úr.
3. Bjórinn bíður þolinmóður eftir þér í bílnum meðan þú leikur fótbolta.
4. Ef bjórinn verður flatur, þá hendir maður honum bara.
5. Bjór er aldrei of seinn.
6. Bjór verður ekki afbrýðisamur þótt þú náir í annan.
7. Timburmenn hverfa.
8. Þú getur tekið bjórinn úr umbúðunum án mótbára.
9. Þegar þú ferð á bar getur þú alltaf náð þér í bjór.
10. Bjór er aldrei með hausverk.
11. Þegar þú ert búinn með bjórinn, getur þú selt glerið.
12. Þú getur alltaf deilt bjórnum með vinum þínum.
13. Bjór er alltaf blautur.
14. Þú veist að þú er alltaf sá fyrsti sem opnar bjórinn.
15. Bjór krefst ekki jafnréttis.
16. Þú getur fengið þér bjór á almannafæri.
17. Bjórnum er alveg sama hvenær þú "kemur".
18. Kaldur bjór er góður bjór.
19. Þótt þú skiptir um bjór þarftu ekki að borga meðlag.
20. Þú getur fengið þér fleiri en einn bjór á kvöldi án þess að fá samviskubit.
Spaugilegt | 4.4.2008 | 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)