Vestmannaeyjabær fyrir gos (1972)

Ég tók þessa mynd ofanaf Helgafelli í ágúst 1972. Þá var ég að vinna sem pjakkur í Vinnslustöðinni. Í raun eru þetta fimm samsettar (klipptar) myndir sem ég hef verið að dunda mér við að "photoshoppa" undanfarið. Myndin er ekki fullunnin en læt hana flakka samt.

Eyjar-002


Skilnaður

Steini hafði fundið aðra - svo Gulla átti að flytja út.
Gulla eyddi því  deginum eftir í að pakka öllu sínu niður í kassa.


Næsta dag kom svo flutningabíllinn og sótti allt hennar dót.

Þriðja daginn settist Gulla við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti,
kveikti á kertum, setti góða músík á og borðaði stóran skammt af
rækjum, rússneskum kavíar og drakk með flösku af Chardonnay.

Að þessari máltíð  lokinni, safnaði hún rækjuleifunum saman, gekk síðan um húsið og tróð þeim inn í endana á öllum þeim gardínustöngum er í húsinu voru.
Síðan þreif hún gamla heimilið sitt hátt og lágt -og yfirgaf húsið.

Þegar Steini kom til baka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagar þeirra ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta. Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu og loftuðu út.
Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega, kannski voru þar dauðar mýs
eða rottur, teppin voru hreinsuð, ilmpokum og loftfrískandi vörum
var komið fyrir út um allt.
Meindýraeyðir var kallaður til og húsið var "gasað" gegn lyktinni, sem aftur
þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga. Ekkert dugði. Sem nauðráð var  allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og
vandlega.  Ekkert hjálpaði.

Vinirnir hættu að koma í heimsókn.
Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að
vinna í húsinu.
Húshjálpin sagði upp.

Á þessum tímapunkti gat nýa parið ekki heldur haldið fnykinn út, svo
þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.
Sagan gekk, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra.
Að lokum neyddust þau til að taka annað stórt lán til að kaupa nýtt hús.

Gulla hringdi til Steina og spurði hvernig gengi.

Hann sagði henni söguna um rotna húsið.

Gulla hlustaði af mikilli athygli og umhyggju og tjáði Steina síðan að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, hún gæti því vel hugsað sér að kaupa gamla húsið sitt aftur.

Þar sem Steini var viss um að, hans fyrrverandi vissi ekkert um hve málið væri slæmt, samdi hann við konu sína fyrrverandi, um  að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs.
Gulla samþykkti það.
Viku seinna sátu Steini og nýa kærastan hans við eldhúsborðið í húsinu í síðasta sinn. Þau hlógu að heimsku hans fyrrverandi og voru yfir sig hamingjusöm. Og þeim var mikið létt þegar flutningabíllinn kom og sótti allt þeirra dót til að keyra því yfir í nýja húsið.

- þar á meðal gardínustöngunum!!!!


Spáð í hagfræði -(formáli fyrst)

Eins og sést hef ég ekki bloggað um hríð og eru ástæður fyrir því. Kanski skíring seinna, bara ekki tilbúinn ennþá.

En, nú sit ég með "kjalpann" í kjöltunni, hljómgjafa-samstæðuna þokkalega hátt stillta þ.e. 10+ eða ofar og hlusta á diskinn Stigmata með DIMMU. Greinilega inspireisjón, lyklaborðsð þumallinn orðinn virkur.

En, ..mér barst þetta svo skringilegt sem það er, frá "erlendis" ...gott samt sem áður.

Spáð í hagfræði

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur. Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna.
Reyndar miðast þetta ekki við árið í ár þannig að þarna hefur eitthvað breyst og líklega er það bjórinn sem hefur vinninginn ennþá betur .

 


Ambögur og mismæli

Ég hef verið að safna svolítið saman ambögum og mismælum sem oltið hafa útúr fólki við hin "ýmsustu" tækifæri. Mikið er að finna á netinu annað heyrir maður sjálfur, sér einhverstaðar á prenti eða er sagt frá. Ekki er alltaf gott að gera greinarmun á ambögu og mismæli og geri ég það ekki hér. Gaman væri ef þú sem lest þetta og kannt og/eða átt í þínum fórum eitthvað sem þú telur að eigi heima í safni mínu, sendir mér það í pósti á netfangið hér neðst á síðunni. Góða skemmtun!     - NONNI -

Almennt:

  • Það er ekki hundur í hettunni
  • Það er ljóst hver ríður rækjum hér
  • Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi...
  • Hann sat bara eftir með súrt eplið...
  • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
  • Svo handflettir maður rjúpurnar...
  • Hún nagaði sig í handakrikann
  • Mestu handfarir sem riðið hafa yfir Vestmannaeyjar
  • Flísarnar eru miklu varanlegri en allt annað
  • Falla á mann tvær grímur
  • Hellti upp á eina Pizzu
  • Fauk saman við yfirmann sinn
  • Má ég millileggja þetta á reikninginn ykkar
  • Erfitt fyrir fólk með skammtímaþunglyndi
  • Ég var svo horuð að ég leit út eins og Sóríasissjúklingur
  • Það væri nú til að kóróna alveg mælinn
  • Eins og að skvetta eldi
  • Það gengur alltaf allt á afturendanum á henni
  • Sumir taka alltaf allan rjómann
  • Getum ekki horft hvort á aðra
  • Kannski þykknar í mér pundið
  • Þetta var svona orðatækifæri
  • Hún á náttúrulega að fá greitt fyrir afturgengið orlof !
  • Skírður eftir höfuðið á honum
  • Flokkast undir kynferðislegt álag
  • Það er enginn millivegur á þér
  • Við verðum að leggja okkur í spor barnanna okkar
  • Fór í klippingu og lét rótfylla á sér hárið
  • Hjartað hamaðist í höfðinu á henni
  • Sérðu snjóhryllingana
  • Kemur seint eftir dúk og disk
  • Augun voru alveg risastór við hliðina á höfðinu
  • VIð verðum að reka okkur vel á
  • Ég skal sko troða því niðrí hann
  • Reisa sér hurðarás yfir öxlina
  • Vissi ekki í hvort skrefið ég ætti að stíga
  • Vissi í hvora löppina ég átti að fara
  • Málið með vexti
  • Vitum aldrei okkar ævi fyrirfram
  • Stilla fólki uppfyrir vegg
  • Svo var það maðurinn sem spurði vinnufélaga sína, sem vantaði aðstoð hans: "Eruð þið ekki einfærir um þetta tveir"?
  • Hann spurði vinnufélaga sinn, sem var í nýjum skóm: "Ertu í nýjum fótskóm"?
  • Einhvern tíma var hann að illskast við annan vinnufélaga og sagði: "Á ég að handrota þig"?
  • Síðan þegar hann var að segja frægðarsögu af sér: "Ég steytti bara haus framan í hann...".
  • Barnið fæddist fyrirfram.
  • Öðrum var illt í baksíðunni.
  • Kona nokkur var slæm af bjúgbólgum á fótum.
  • Annarri var illt í hnakkabakinu (handarbakinu).
  • Sjúklingurinn afhvíldist við að fara í bað.
  • Unga fólkið deyr snemma en gamla fólkið lifir fram í rauðan dauðann.
  • Það var maðurinn sem vaknaði dáinn um morguninn
  • Annar sofnaði í baði og konan hans sagði við hann: "Þú hefðir getað vaknað steindauður"!
  • Svo var það barnið sem nennti ekki að gera það, sem mamma þess bað það að gera: "Ég er nú ekki með tvær hendur mamma".
  • Unglingur var að lesa um atburði á síðustu öld og sagðist vera að lesa um niðurgangsmann
  • Svo var það einn óánægður með útlitið og lýsti sér þannig: "maður var með nefin niður úr hárinu....".
  • Síðan eru það Nonni og Palli, "þeir eru bréfavinir..... nei áskrifendur.....", sagði vinkona þeirra.
  • Það má líka segja frá manninum sem kom af slysó eftir smá slys og sagðist svo frá: "Ég var allur samanskorinn".
  • Síðan pabbinn sem sagði við soninn: "Stattu kyrr meðan þú labbar".
  • Og starfsmaðurinn sem var staðengill fyrir yfirmann sinn.
    • Mér er nú ekkert að landbúnaði...
    • Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
    • Þessi peysa er mjög lauslát...
    • Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á als eggi...
    • Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
    • Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
    • Hann sat bara eftir með súrt eplið...
    • Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
    • Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast...
    • Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti...
    • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
    • Svo handflettir maður rjúpurnar...
    • Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna... 
    • Þarna hefði ég viljað vera dauð fluga á vegg...
    • Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér...
    • Hann sat bara eftir með súrt eplið...
    • Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast....
    • Þar stóð hundurinn í kúnni...
    • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
    • Þetta er ekki uppí köttinn í Nesi...
    • Betur sjá eyru en auga...
    • Ég er eitthvað svo sunnan við mig....
    • Ég er búinn að vera andvana í alla nótt....
    • Róm var ekki reist á hverjum degi...
    • Vinsamlegast beinhreinsið vínberin...
    • Lærin lengjast sem lifa...

    Íþróttir 
    • Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu.
    •  Einum leik er ekki alveg ólokið.
    • Hann sprettur úr skónum.
    • Skotið ríður af stað.
    • Hann varð að fara af leikvelli í leikhléinu.
    • Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann.
    • Nú hafa Lakers loksins fengið nýjan nýliða.
    • .... og áhorfendur rísa hér úr fætum.
    • .... og áhorfendur baula á leikinn.
    • Allir leikmenn liðsins eru á annan meter.
    • KR-ingar eiga hornspyrnu á mjög hættulegum stað
    • Hann missti boltann jafnóðum strax.
    • Þeir skora bara í byrjun á fyrstu upphafsmínútu þessa leiks.
    • Fyrrverandi sonur þjálfarans er á leið í annað félag.
    • Hann skrúfaði boltann bak við hægra eyrað á markmanninum.
    • Þeir eru með bandarískan ameríkana.
    • Það er hellingur fullt af fólki.
    • Weah skallaði hann með höfðinu.
    •  Konur:
      • Fyrst er að geta um konuna, sem lagði bílinn.
      • Það var konan sem vildi ekki búa í grennd því að þar var alltaf rigning.
      • Önnur fór í stuttermabuxur og vildi síðan keyra jeppa með upphækkuðum dekkjum.
      • Hjá einni lágu hlutirnir alltaf á klámbekk.
      • Ein fékk sér skósíðar gardínur og mislitt sjónvarp (litasjónvarp).
      • Sú sama var að amast yfir strákunum sem óku um á skellitíkum.
      • Ein kona var á Flúðum á hverju ári árið 1994 (helgi).
      • Önnur var í útilegu en gleymdi að taka með sér svefnpokapumpu.
      • Næst þegar ég fer svona seint í bæinn er ég ákveðin í að fara fyrr.
      • Betur sjá augu en eyru.
      • Kona ein sem flutti í heldur óvistlega kjallaraíbúð sagði vinkonu sinni afsakandi að þetta væri hún aðeins til varabrigða.
      • Kona ein segir alltaf lesbínur þegar hún talar um lesbíur.
      • Kona ein sagðist hafa fengið sér hælasíðar gardínur og baðsettumott.
      • Það er alveg sama hvað hún kaupir mikið í jólamatinn það er aldrei uppí nös á kjöti".
      • Svo þurfti hún að hlaupa undir skarðið með vinkonu sinni
      • Þegar hún skoðaði fiskflakið hjá samstafskonu sinni, sagði hún: "iiiii greinilega dauður".
      • Dóttir hennar er svo ermalöng..... nei handleggjasíð að það er ekki nokkur leið að kaupa á hana peysu.
      • Maður hennar var tekinn með vín undir höndunum.
      • Hann var svo stór uppá hana, sagði hún um hann.
      • Svo var það barnið sem frændfólkið ættleiddi, svertingja  með íslensku tali.
      • Það var konan sem voru einhverjar vöfflur á með hlutina.
      • Hún leyfði dóttur sinni aldrei að horfa á tveggja handa myndir í sjónvarpinu.
      • Hún varð fyrir svo miklu sifjaspjalli þegar hún var yngri
      • Einn daginn var hún svo þreytt því hún hafði verið andvana alla nóttina
      • Annan dag var hún lungað úr deginum að hjóla.
      • Eitt skiptið hljóp hún upp um fjöll og fiðrildi.
      • Ekki gat hún hugsað sér verri dauðdaga en að verða blind og þá sagði vinkona hennar: "Hugsaðu þér þá að verða heyrnarlaus.
      • Ég er alveg stein vöknuð....
      • Kona fæddi framfyrir sig og barnið var sett í súrkassa

      ---------------------------

      n1@visir.is 

         


Góður þessi

Af Vísis bloggi.  Stolið

Góður


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband